Fræðsla um skaðsemi tóbaksnotkunar

Ritstjórn Fréttir

Í næstu viku verður boðið upp á fræðslu fyrir nemendur mið- og unglingastigs um skaðsemi tóbaksnotkunar. Fjallað verður um reykingar, rafsígarettur, munntóbak og fl. Verkefnið er samstarfsverkefni grunnskólanna í Borgarbyggð og þáttur í forvarnafræðslu. Fimmtudaginn 23. nóvember verður fræðslan í Grunnskóla Borgarfjarðar og föstudaginn 24. nóvember í Grunnskólanum í Borgarnesi. Jóhanna Sigríður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu annast fræðsluna. Jóhanna Sigríður …

Vetrarfrí

Ritstjórn Fréttir

Vetrarfrí verður í Grunnskólanum í Borgarnesi dagana 16. og 17. nóvember. Kennsla hefst að nýju mánudaginn 20. nóvember.

Nemendur faðma skólann sinn á baráttudegi gegn einelti

Ritstjórn Fréttir

Frá árinu 2011 hefur 8. nóvember verið helgaður baráttunni gegn einelti hér á landi. Nemendur grunnskólans tóku höndum saman af því tilefni og föðmuðu skólann sinn. Þar með vöktu þeir athygli á því að innan veggja skólans eiga allir að vera vinir og góðir hver við annan. Myndbönd um einelti voru sýnd og á bókasafni voru teknar fram bækur sem …

Ferðalag í flughálku – bókargjöf

Ritstjórn Fréttir

Borgnesingurinn Þorsteinn Eyþórsson færði nýverið bókasafni grunnskólans bókina Ferðalag í flughálku – unglingar og ADHD. Bókin er gefin út af ADHD samtökunum og höfundur hennar er Sólveig Ásgrímsdóttir. Í upphafi bókarinnar þakkar Sólveig Þorsteini, eða Steina eins og hann er kallaður, fyrir framlag hans. Steini hjólaði í kringum landið sumarið 2016 og safnaði áheitum sem tryggðu fjárhagslegan grundvöll bókarinnar. Bókin …

9. bekkur í ungmenna- og tómstundabúðum

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 9. bekkjar lögðu land undir fót í morgun og var förinni heitið að Laugum í Sælingsdal. Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum eru reknar af Ungmennafélagi Íslands og eru þær ætlaðar nemendum 9. bekkja grunnskólanna. Nemendur víðsvegar af landinu dvelja á Laugum frá mánudegi til föstudags við leik og störf. Ungmenna- og tómstundabúðirnar hófu starfsemi sína í janúar árið 2005 …

Þorgrímur Þráinsson flytur tvo fyrirlestra fyrir nemendur

Ritstjórn Fréttir

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur mun heimsækja skólann okkar miðvikudaginn 25. október og flytja tvo fyrirlestra. Vertu hetjan í þínu lífi – með því að hjálpa öðrum er yfirskrift fyrirlestrar fyrir miðstigið og hefst hann klukkan níu. Fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu verður síðan fluttur í 10. bekk og hefst kl. 10.20. Þorgrímur er ávallt aufúsugestur hér í skólanum, hann hefur margoft …

10. bekkur fór með sigur af hólmi á ofurbekkjaleikunum

Ritstjórn Fréttir

Ofurbekkjaleikirnir fóru fram á íþróttavellinum fyrir skömmu. Bekkirnir í unglingadeild kepptu í ýmsum þrautum. Til þess að ná árangri þurftu nemendur að hafa samvinnu að leiðarljósi. Meðal þrautanna var reiptog, að raða glösum upp í píramída, fylla könnu af vatni, skjóta í húllahringi og loks var farið í þrautaboðhlaup. 10. bekkur fór með sigur af hólmi eftir harða og drengilega …

Þemadagar á unglingastigi

Ritstjórn Fréttir

Þemadagar standa nú yfir á unglingastigi. Viðfangsefnið að þessu sinni er stærðfræði og sköpun. Nemendur búa til öskju með loki, skreyta hana með að minnsta kosti þremur mismunandi flatarmyndum, finna flatarmál einnar myndarinnar, finna rúmmál öskjunnar og yfirborðsflatarmál. Loks á að lýsa öskjunni og sýna alla útreikninga og niðurstöður á skipulegan hátt í skýrslu. Nemendur eiga að nota viðeigandi stærðfræðihugtök …

Foreldraviðtöl, vöfflur og Búbbla

Ritstjórn Fréttir

Foreldraviðtöl verða í skólanum á morgun, þriðjudag 17. október. Nemendur mæta þá ásamt foreldrum eða forráðamönnum í viðtal við umsjónarkennara. Um leið gefst færi á að skoða skólann og viðfangsefni nemenda og að venju verður boðið upp á vöfflur, kaffi og kakó í skólaeldhúsinu. Gestum er sérstaklega boðið að koma og skoða „Búbbluna“ svokölluðu og kynna sér kennsluna og starfið …

Fjölbreytt val á miðstigi

Ritstjórn Fréttir

Á fimmtudögum eru tvær kennslustundir á miðstigi helgaðar vali þar sem nemendur 5. – 7. bekkja velja sér viðfangsefni þvert á bekki. Þá skiptast nemendur í hópa eftir áhuga. Valið skiptist í fjórar lotur, tvær fyrir áramót og tvær eftir áramót. Nú er fyrstu lotu annarinnar að ljúka. Valgreinarnar sem kenndar voru eru; Átthagafræði – Borgarnes fyrr og nú – …