Norræna skólahlaupið 14. september

Ritstjórn Fréttir

Nemendur taka þátt í norræna skólahlaupinu fimmtudaginn 14. september. Hlaupið hefst á íþróttavellinum. Yngsta stig hefur hlaupið kl. 10.00; unglingastig byrjar kl. 10.40 og miðstigið kl. 11.20. Nemendur á unglingastigi hlaupa 5 kílómetra en yngri nemendur 2 og hálfan. Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju …

Haustþing Kennarafélags og Skólastjórafélags Vesturlands

Ritstjórn Fréttir

Haustþing Kennarafélags Vesturlands og Skólastjórafélags Vesturlands verður haldið í Grundaskóla á Akranesi föstudaginn 15. september næstkomandi. Fyrirlesarar eru að þessu sinni sálfræðingarnir Helgi Héðinsson sem fjallar um hvernig þrífast megi í krefjandi starfi og Pálmar Ragnarsson sem fjallar um jákvæð samskipti í starfi með börnum. Fjölbreytt örnámskeið og málstofur verða í boði. Dagskránni lýkur á kjarasamningsumræðum í umsjón Félags grunnskólakennara …

Miðstigsleikar 2017

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 31. ágúst verða haldnir miðstigsleikar 5. – 7. bekkja á íþróttavellinum í Borgarnesi. Miðstigsleikarnir eru mót fyrir nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar, Heiðarskóla, Laugagerðisskóla, Auðarskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Reykhólaskóla. Mótið hefst kl. 10.00 og því lýkur kl. 14.00. Sama fyrirkomulag verður á mótinu og í fyrra. Strákar byrja í kattspyrnu og stelpur í frjálsum og síðan er nesti og …

Nýtt fyrirkomulag tónmenntakennslu

Ritstjórn Fréttir

Samkomulag hefur tekist um að Tónlistarskóli Borgarfjarðar muni sjá um tónmenntakennslu í 1. – 4. bekk grunnskólans skólaárið 2017 – 2018. Um er að ræða eina kennslustund á viku í hverjum bekk. Birna Þorsteinsdóttir, Jónína Erna Arnardóttir, Zsuzsanna Budai og Þóra Sif Svansdóttir kennarar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar munu ásamt Theodóru Þorsteinsdóttur skólastjóra annast kennsluna. Kennt verður í húsakynnum tónlistarskólans við …

Skólahjúkrunarfræðingur

Ritstjórn Fréttir

Oddný Eva Böðvarsdóttir hefur tekið við starfi skólahjúkrunarfræðings af Írisi Björgu Sigmarsdóttur. Grunnskólinn býður Oddnýju velkomna til starfa og þakkar Írisi ánægjulegt samstarf undanfarin ár. Nánari upplýsingar um heilsugæslu í grunnskólanum er að finna á heimasíðu skólans.

Nýjungar í skólastarfinu – djúpöndun, jóga, slökun, núvitund o.fl

Ritstjórn Fréttir

Eins og flestir vonandi vita þá erum við hér í Grunnskólanum í Borgarnesi farin af stað með verkefni sem felst í því að leggja í auknum mæli áherslu á hugarró, velferð og vellíðan í daglegu starfi. Þessa fyrstu daga höfum við verið að kynna fyrir nemendum það sem er og verður í boði fyrir þá og fá bekkirnir stutta kynningatíma …

Skólasetning – punktar úr ræðu skólastjóra

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi var settur í Borgarneskirkju 22. ágúst. Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri bauð gesti velkomna og flutti stutt ávarp. Í máli hennar kom fram að á þessu skólaári eru 278 nemendur skráðir í skólann og starfsmenn eru 56 í rúmlega 42 stöðugildum. 35 nýir nemendur hefja nú nám við skólann og af þeim eru 22 í fyrsta bekk. Í máli …

Kynningarfundur vegna framkvæmda við grunnskólann

Ritstjórn Fréttir

Boðað er til fundar um fyrirhugaðar framkvæmdir við endurbætur á skólahúsnæðinu og viðbyggingu. Á næstunni verður ráðist í verulegar endurbætur á núverandi húsnæði grunnskólans ásamt því að hafin verður bygging mötuneytis og salar í viðbyggingu við skólann. Af því tilefni er boðað til kynningarfundar í Hjálmakletti miðvikudaginn 23. ágúst kl. 17.00.

Stuðlað að hugarró og velferð nemenda og starfsfólks

Ritstjórn Fréttir

Á skólaárinu sem nú fer í hönd verður markvisst unnið að aukinni velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks. Margir kennarar hafa verið að prófa sig áfram með slökunar-, núvitundar- og hugleiðslustundir með nemendum undanfarin misseri og hefur það gefist vel. Því var ákveðið að taka málefnið skrefi lengra og mun Elín Matthildur Kristinsdóttir halda utan um það verkefni. Elín Matthildur …

Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur í Borgarneskirkju þriðjudaginn 22. ágúst. Nemendur á yngsta stigi mæta kl. 10.00, nemendur á miðstigi kl. 10.40 og nemendur unglingastigs kl. 11.20. Að lokinni skólasetningu fara nemendur í skólann ásamt umsjónarkennurum. Skólabíll innanbæjar fer þrjár ferðir að skóla, kl. 9.45, 10.15 og 11.15 og eina ferð heim kl. 12:00 eða eftir setningu hjá unglingastigi. Skólabílar …