Námskeið um núvitund fyrir starfsmenn

Ritstjórn Fréttir

Á skólaárinu sem nú stendur yfir hefur markvisst verið unnið að aukinni velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks. Núvitund, djúpöndun, jóga og slökun hefur verið kennt á öllum stigum skólans. Námskeið um núvitund fyrir starfsmenn er nú hafið. Á námskeiðinu er stuðst við bókina Núvitund – leitaðu inn á við eftir Chade-Meng Tan. Boðskapur bókarinnar spratt upp úr námskeiði sem …

Fyrirlestur um tölvufíkn

Ritstjórn Fréttir

Haldið verður upp á föstudaginn dimma þann 12. janúar næstkomandi. Meðal markmiða föstudagsins dimma er að hvetja fólk til umhugsunar um rafmagnsnotkun og rafræn samskipti. Fimmtudaginn 11. boða skipuleggjendur dagsins til fyrirlestrar í Óðali fyrir nemendur 7. – 10. bekkjar. Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson fjallar þar um tölvufíkn og afleiðingar hennar. Fyrirlesturinn hefst kl. 9:30 og eru foreldrar og forráðamenn boðnir …

Lestrarátak Ævars vísindamanns snýr aftur

Ritstjórn Fréttir

Lestrarátak Ævars vísindamanns er nú hafið í fjórða sinn og stendur yfir frá 1. janúar til 1. mars. Allir nemendur 1. – 10. bekkja grunnskólans mega taka þátt að þessu sinni en fyrri átök hafa einungis náð til 1. – 7. bekkja. Lesa má hvaða bækur sem er og á hvaða tungumáli sem er; hljóðbækur teljast einnig með sem og …

Hannaði og smíðaði jólatré handa bekknum

Ritstjórn Fréttir

Að þessu sinni var lögð áhersla á það við jólaskreytingar í skólanum að endurvinna sem mest, nota náttúruvænt efni og hugmyndaflugið og kosta litlu til í peningum. Meðal efnis sem notað var má til dæmis nefna gamlar, afskrifaðar bækur og blöð, köngla, trjágreinar, herðatré, o.fl. auk skrauts frá fyrri árum. Margar skemmtilegar og fallegar skreytingar prýða nú skólann. Þetta fallega …

Jólabókahappdrætti skólasafnsins

Ritstjórn Fréttir

Sú hefð hefur skapast að efna til jólabókahappdrættis á skólasafninu á aðventu. Nemendur skrá nafn þeirrar jólabókar sem þeir helst óska sér og setja í pott. Vinningshafinn fær svo bókina að gjöf frá skólasafninu. Að þessu sinni var það Kacper Stankiewicz í 6. bekk sem datt í lukkupottinn. Bókin sem hann óskaði sér er Af hverju ég? eftir Hjalta Halldórsson …

Stofujól og jólaskemmtun

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudagurinn 20. desember er síðasti skóladagur fyrir jól. Nemendur mæta þá í skólann klukkan 9.00 og halda stofujól ásamt umsjónarkennara, bekkjarsystkinum og nánasta samstarfsfólki. Kl. 10.30 að loknum stofujólum hefst jólaskemmtun í íþróttahúsinu og þangað eru allir velkomnir. Þar verður margt til skemmtunar, m.a. verður fluttur helgileikur, sungið og dansað kringum jólatréð. Jólaskemmtuninni lýkur um kl. 11.45 og fara skólabílar …

Rithöfundaheimsóknir

Ritstjórn Fréttir

Bræðurnir Ævar Þór, betur þekktur sem Ævar vísindamaður, og Guðni Líndal Benediktssynir komu í skólann í dag og lásu úr nýútkomnum bókum sínum. Ævar las fyrir nemendur 4. – 7. bekkjar úr bókinni Þitt eigið ævintýri. Bókin er sú fjórða í geysivinsælum bókaflokki sem komið hefur út á undanförnum árum og er nemendum að góðu kunnur. Fyrri bækurnar heita Þín …

Lokadagur jólaútvarps – Bæjarmálin í beinni

Ritstjórn Fréttir

Lokadagur jólaútvarpsins er í dag, föstudaginn 15. desember. Útsendingar hafa staðið frá mánudegi og hafa nær allir nemendur grunnskólans komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Hápunktar dagskrárinnar í dag verða þátturinn Bæjarmálin í beinni og bein útsending frá leik Skallagríms og ÍA í körfubolta. Þá verður 25 ára afmælisþáttur Óðals endurtekinn og í lok dagskrár verður greint frá …

Kertaganga í góðu veðri

Ritstjórn Fréttir

Hin árlega kertaganga grunnskólans fór fram í kyrru og fallegu veðri í morgun. Vinabekkir gengu saman frá skólanum og allir báru logandi sprittkerti í krukkum eða vasaljós. Í Skallagrímsgarði var svo dansað kringum jólatréð við harmonikkuleik Steinunnar Pálsdóttur og boðið var upp á gómsætar piparkökur.

Fyrstu bekkingar lesa og syngja á aðventu

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í fyrsta bekk buðu foreldrum og forráðamönnum í heimsókn í skólann í dag. Nemendur fluttu í sameiningu hið sívinsæla kvæði Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum og sungu tvö lög. Að því búnu hjálpuðust allir að við að búa til jólakort og fengu mjólk, kaffi og piparkökur. Það getur verið erfitt að koma fram fyrir stóran hóp fólks þegar maður …