Lokaskýrsla um húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi.

Gestur Gestur Fréttir

Verkfræðistofan Efla skilaði þann 19. júlí sl. inn lokaskýrslu um úttekt á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Fram kemur í skýrslunni að raka- og mygluskemmdir er að finna í húsnæðinu. Umhverfis- og skipulagssvið mun vinna áætlun um fyrstu viðbrögð við niðurstöðum skýrslunnar, forgangsröðun aðgerða og kostnaðargreiningu sem lögð verður fyrir fyrir byggðarráð. Smíði glugga í suðurhlið er þegar hafin til að bregðast við …

Nýtt skólaár í vændum

Ritstjórn Fréttir

Skrifstofa skólans verður opnuð að loknu sumarleyfi fimmtudaginn 3. ágúst. Afgreiðslutími er frá kl. 8.00 – 16.00. Skólinn verður settur þriðjudaginn 22. ágúst.

Stjórn nemendafélagsins 2017 – 2018

Ritstjórn Fréttir

Stjórn nemendafélagsins skólaárið 2017 – 2018 skipa eftirtaldir nemendur: Marinó Þór Pálmason, formaður, Bjartur Daði Einarsson, varaformaður, Elinóra Ýr Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Berghildur Björk Reynisdóttir, gjaldkeri og Emma Sól Andersdóttir, ritari. Sjoppustjórar eru Jón Steinar Unnsteinsson og Steinar Örn Finnbogason og tæknistjórar eru Sigfús Páll Guðmundsson og Axel Stefánsson. Nemendaráð fundar að jafnaði einu sinni í viku með deildarstjóra unglingastigs og/eða …

Grænfáninn dreginn að húni

Ritstjórn Fréttir

Grænfáninn var dreginn að húni við grunnskólann í dag. Það táknar að skólinn hefur náð ákveðnum markmiðum varðandi umhverfismál. Ragnar Frank Kristjánsson færði skólanum fánann fyrir hönd Landverndar sem stendur að verkefninu. Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem hefur það að markmiði að að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum. Skólar ganga í gegnum sjö …

Skólaslit í Grunnskólanum í Borgarnesi

Ritstjórn Fréttir

Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar 10. bekkjar. 1. – 9. bekkur Nemendur mæta við skólann kl. 9.00 föstudaginn 2. júní. Nemendur 1. bekkjar verða í leikjum í Skallagrímsgarði. Þeir fá grillaða pylsu í garðinum. Foreldrar þeirra eru velkomnir að vera með. 2. – 9. bekkur fer í ratleik. Hann hefst við …

Námsmat 2016-2017

Ritstjórn Fréttir

Vetrinum í vetur má lýsa sem ódæmigerðu millibilsástandi hvað varðar námsmat og samstillingu talnakvarða og bókstafakvarða en námsmat með þessum hætti er ekki hugsað til frambúðar. Næsta skólaár, 2017 – 2018 er áformað að innleiða nýja nálgun í námsmati að fullu og gefa einkunnir á bókstafakvarðanum (A-D) í sem flestum námsþáttum, prófum og verkefnum. Breytingin á matskvarða er hluti af …

Líf og fjör á lokadögum skólaársins

Ritstjórn Fréttir

Mikil fjölbreytni einkennir skólalífið nú undir lok skólaársins og hefur verið bryddað upp á ýmsu skemmtilegu til að brjóta upp hefðbundið skólastarf. 2., 3. og 7. bekkir ösluðu leirinn út í Litlu Brákarey þar sem Finnur Torfi Hjörleifsson fræddi þau um varpið sem þar er að finna. 6. bekkur fór í uppsveitir Borgarfjarðar og hlýddi m.a. á fyrirlestur sr. Geirs …

Vorsýning 24. maí

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 24. maí verður opið hús og vorsýning í skólanum. Nemendur sýna þá afrakstur vetrarstarfsins. Nemendur 9. bekkjar verða með kaffisölu og bjóða þar upp á gómsætar kökur. Ágóðinn af kaffisölunni rennur í ferðasjóð nemenda. Allir eru velkomnir á vorsýninguna. Föstudaginn 26. maí verður svo útivistardagur á unglingastigi og þá verður boðið upp á útivist og skemmtun í nágrenni bæjarins. …

Vorferð 6. bekkjar í Reykholt

Ritstjórn Fréttir

Vorferð 6. bekkjar í Grunnskólanum í Borgarnesi var í uppsveitir Borgarfjarðar. Fyrst lá leiðin til Varmalands þar sem farið var í góða gönguferð og síðan léku krakkarnir sér dágóða stund í skóginum. Þar var hefðbundin ávaxta- og nestisstund áður en haldið var áfram. Deildartunguhver var skoðaður áður en farið var í Reykholt. Þar fékk hópurinn höfðinglegar móttökur. Móttökustjóri Gestastofu fór …

Fiskidagurinn mikli

Ritstjórn Fréttir

Skólinn okkar fékk mjög skemmtilega og fræðandi heimsókn nýverið þegar tveir feður tóku sig til og mættu færandi hendi með alls konar fisktegundir sem þeir höfðu veitt í trollið. Þetta voru þeir Einar Árni Pálsson skipverji á frystitogaranum Brimnesi og Eðvar Ólafur Traustason flugstjóri sem skellti sér í einn túr með togaranum. Fiskarnir voru til sýnis í kennslustofum 2. bekkjar …