Hjartastuðtæki afhent

Ritstjórn Fréttir

Fyrir skömmu var skólanum afhend vegleg gjöf frá Rauða kross deild Borgarbyggðar. Gjöfin er hjartastuðtæki sem afskaplega einfalt er í notkun og ef um hjartastopp er að ræða getur nánast hver sem er notað tækið og komið strax til hjálpar. Það var Kristín Einarsdóttir, fulltrúi Rauða krossins hér í Borgarfirði, sem afhenti Kristjáni Gíslasyni skólastjóra tækið. Starfsmenn Grunnskólans í Borgarnesi sem og starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar fengu svo námskeið í notkun tækisins

Uppbygging – fyrirlestur

Ritstjórn Fréttir

Í kvöld héldu þær Guðlaug Erla Gunnarsdóttir og Hildur Karlsdóttir fyrirlestur um uppbyggingarstefnuna í Óðali. Var fyrirlesturinn haldinn að frumkvæði foreldrafélagsins. Var hér um fróðlegt og skemmtilegt erindi að ræða sem féll í góðan jarðveg hjá foreldrum.

Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Nú í kvöld fór fram upplestrarkeppni 7. bekkjar í Óðali. Velflestir nemendur árgangsins tóku þátt en því miður voru nokkrir veikir. Stóðu keppendur sig allir með miklum sóma og átti dómnefnd, skipuð þeim Snorra Þorsteinssyni, Finni Torfa Hjörleifssyni og Margréti Jóhannsdóttir, í vanda með að raða í sæti. En hún hvað upp sinn úrskurð og var sigurvegari Magnús Daníel Einarsson, í öðru sæti varð Birna Aradóttir og í því þriðja

Fræðslufundur á vegum foreldrafélags skólans

Ritstjórn Fréttir

Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga Fræðsluerindi fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna í Félagsheimilinu Óðali Fimmtudagskvöldið 9. mars klukkan 20:00 – 22:00 Áhersla verður lögð á að kynna aðferðir uppeldis til ábyrgðar og hvernig mögulegt er að ýta undir jákvæð samskipti foreldra og barna í takt við aðferðir uppeldis til ábyrgðar. Fjallað verður um grunnþarfir barna og mismunandi nálganir í uppeldi. Spurningar og spjall í lok dagskrár. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir,

Skipting í vali II

Ritstjórn Fréttir

Nú um annarskil hófust nýir valhópar, þeir eru: Grein Kennari Stofa Boltaval Bjarni Íþr. hús Hestamennska Sössi 26 Silfurgerð Anna Dóra 5 Teikning Jónína 22 Hár, húð og heilsa Dagný 1 Stafræn myndvinnsla Hallgrímur Tölvustofa Pálmi

Grímugerð

Ritstjórn Fréttir

Val II: Nýlega er lokið valönn í myndmennt í grímugerð þar sem nokkrir listamenn í 9. bekk notuðu meðal annars gifsgrímur. Má hér líta nemendur við vinnu sína og nokkrar laglegar grímur.

Gjöf frá Rauða Krossinum

Ritstjórn Fréttir

Rauða Kross deildin hér í Borgarfirði færði skólanum að gjöf í síðustu viku hjartastuðtæki af fullkomnustu gerð. Í dag munu svo starfsmenn fá fræðslu um notkun tækisins. Tæki sem þetta er mikilvægt öryggistæki og fyrir svo stóran vinnustað eins og skólinn er eykur þetta öryggiskennd okkar. Borgarfjarðardeild Rauða Krossins eru færðar alúðarþakkir fyrir stuðninginn.

Öryggisáætlun skólans

Ritstjórn Fréttir

Nú er verið að vinna upp vinnuferli hvernig bregðast eigi við slysum og veikindum í skólanum. Fyrstu drög liggja fyrir og eru til umsagnar hjá skólanefnd og starfsfólki skólans. Hægt er að nálgast þessi drög HÉR og eru allar athugasemdir vel þegnar (sendið þær til aðstoðarskólastjóra á netfangið hilmara@grunnborg.is).

Sjálfsmat

Ritstjórn Fréttir

Nú liggja fyrir niðursöður úr fjórum könnunum sem unnar hafa verið í skólanum. Hægt er að kynna sér niðurstöður þeirra hér að neðan. Nemendur 4., 7. og 10. bekk eiga eftir að svara og starfsfólk á eftir að svara seinni hluta af sinni könnun. Á vefsíðu skólans um sjálfsmat (HÉR) er hægt að kynna sér betur stefnu skólans í sjálfsmati. Þegar niðurstöður allra þessara kannanna liggja fyrir mun sjálfsmatshópur skólans