Kynnisferð starfsmanna

Ritstjórn Fréttir

Allir starfsmenn skólans fóru í kynnisferð til reykjavíkur s.l. föstudag. megintilgangur fararinnar var að fara í heimsóknir í skóla og kynnast því sem verið er að gera annarsstaðar. Skipti starfsfólkið sér á fimm skóla og voru eftirtaldir heimsóttir: Foldaskóli, Korpuskóli, Selásskóli, Austurbæjarskóli og Álftanesskóli. Fengu allir hinar bestu mótttökur og var það hald manna að gagnsemi heimsóknarinnar væri mikil. Eftir er að vinna úr því sem þarna kom fram en ekki er að efa að margt má af öðrum læra. Að skólaheimsóknum loknum voru Rafheimar heimsóttir en það er kennslusafn í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Var það ákaflega skemmtilegt. Að síðustu heimsótti liðið Skólavörubúðina þar sem framkvæmdastjóri kynnti starfsemina.