Brautskráning frá GB

Ritstjórn Fréttir

Nítján nemendur voru brautskráðir frá Grunnskólanum í Borgarnesi þann 5. júní. Athöfnin, sem var hin hátíðlegasta, fór fram í Hjálmakletti. Í tilefni dagsins og 100 ára afmælis fullveldis klæddust Júlía skólastjóri og Kristín aðstoðarskólastjóri peysufötum sem Gréta Skúladóttir kennari saumaði. Marinó Þór Pálmason flutti ávarp af hálfu nemenda, Eiríkur Jónsson talaði fyrir hönd foreldra og Bergur Eiríksson söng og spilaði á gítar. Birna Hlín Guðjónsdóttir, umsjónarkennari 10. bekkjar, ávarpaði nemendur og fulltrúar foreldra færðu henni gjöf í þakklætisskyni fyrir starfið í vetur. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur, framfarir og félagsstörf. Að lokum bauð foreldrafélagið að vanda upp á glæsilegt kaffihlaðborð.
Á myndina vantar Ingunni Sigurðardóttur.