Lestur er bestur

Ritstjórn Fréttir

Nú er lestrarprófum nýlokið í skólanum. Framfarir hafa orðið hjá flestum nemendum en greina má meiri framfarir hjá þeim sem eru duglegir að lesa heima og tóku virkan þátt í lestrarátakinu í nóvember. Börn þarfnast meiri þjálfunar en hægt er að veita í skólanum og því er heimalestur og hlutverk foreldra í lestrarþjálfun mikilvægt.
Nú er hafið nýtt lestrarátak með sama sniði og í nóvember. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að taka virkan þátt í átakinu með börnunum.
Nemendur hafa fengið lestrarhefti sem lesa á í heima og eru 16 textar í hverju hefti. Lestrarátakið byggir á því að nemendur lesa heima í viðbót við sinn venjulega heimalestur. Þetta er ekki mikil viðbót þar sem einungis er lesið í 3×1 mínútu á dag í heftinu, tíminn er tekinn og lesin orð talin. Nemendur eru í raun að keppa við sjálfa sig og hægt er að gera þetta að skemmtilegum leik. Stöplarit fylgir heftina og þar geta nemendur merkt lesturinn og seð myndrænt hvernig þeir standa sig.