Lokadagur jólaútvarps – Bæjarmálin í beinni

Ritstjórn Fréttir

Lokadagur jólaútvarpsins er í dag, föstudaginn 15. desember. Útsendingar hafa staðið frá mánudegi og hafa nær allir nemendur grunnskólans komið að þeim með einum eða öðrum hætti. Hápunktar dagskrárinnar í dag verða þátturinn Bæjarmálin í beinni og bein útsending frá leik Skallagríms og ÍA í körfubolta. Þá verður 25 ára afmælisþáttur Óðals endurtekinn og í lok dagskrár verður greint frá …

Kertaganga í góðu veðri

Ritstjórn Fréttir

Hin árlega kertaganga grunnskólans fór fram í kyrru og fallegu veðri í morgun. Vinabekkir gengu saman frá skólanum og allir báru logandi sprittkerti í krukkum eða vasaljós. Í Skallagrímsgarði var svo dansað kringum jólatréð við harmonikkuleik Steinunnar Pálsdóttur og boðið var upp á gómsætar piparkökur.

Fyrstu bekkingar lesa og syngja á aðventu

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í fyrsta bekk buðu foreldrum og forráðamönnum í heimsókn í skólann í dag. Nemendur fluttu í sameiningu hið sívinsæla kvæði Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum og sungu tvö lög. Að því búnu hjálpuðust allir að við að búa til jólakort og fengu mjólk, kaffi og piparkökur. Það getur verið erfitt að koma fram fyrir stóran hóp fólks þegar maður …

Jólaútvarpið 25 ára – afmælisþáttur

Ritstjórn Fréttir

Útvarp Óðal fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir en fyrsta útsending þess var árið 1992. Af því tilefni verður sérstakur tveggja tíma afmælisþáttur sendur út í dag, mánudaginn 11. des og hefst útsendingin klukkan 16.00. Rætt verður við Indriða Jósafatsson fyrrverandi æskulýðsfulltrúa en hann var einn aðalhvatamaðurinn að stofnun útvarpsins á sínum tíma. Einnig verður rætt við fyrrverandi starfsmenn …

Sími og hlekkur í jólaútvarpið

Ritstjórn Fréttir

Smellið hér til að hlusta: https://www.youtube.com/watch?v=rezxeHInLJg Þeim sem vilja hringja í útvarpið er bent á að nota númerið 437 1287.

Jólaútvarp NFGB fm 101.3

Ritstjórn Fréttir

Útsendingar jólaútvarps nemendafélagsins verða dagana 11. – 15. desember og standa frá kl. 10.00 – 23.00. Að vanda er dagskrá jólaútvarpsins bæði fjölbreytt og skemmtileg. Fyrri hluta dags verða þættir yngri nemenda grunnskólans sendir út en þeir hafa nú þegar verið hljóðritaðir. Síðdegis hefjast svo beinar útsendingar eldri nemenda. Handritagerð fór fram í skólanum og er hún hluti af íslenskunáminu. …

Nemendur taka stjórnina í fjarveru kennara

Ritstjórn Fréttir

Kennarar í unglingadeild fóru í heimsókn í Norðlingaskóla föstudaginn 1. desember síðastliðinn. Tilgangur fararinnar var að kynnast aðferðum við teymiskennslu. 10. bekkingar skipulögðu daginn fyrir unglingadeildina og sáu um að allt færi vel fram. Stuðningsfulltrúar og 2 kennarar sáu um aðstoð og gæslu. Dagskráin var í stórum dráttum þannig að boðið var upp á jólamyndir og var hægt að velja …

Óskilamunir

Ritstjórn Fréttir

Óskilamunir úr íþróttahúsi hafa verið fluttir upp í skóla. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að skoða óskilamuni við innganginn þegar þeir koma í jólaföndrið og taka það sem þeir kunna að kannast við.

Jólaföndrið

Ritstjórn Fréttir

Nú líður að jólaföndrinu sem verður á fimmtudaginn kemur, 30. nóvember, milli klukkan 17.00 og 19.00. Jólaföndur Grunnskólans í Borgarnesi er stór fjölskylduviðburður þar sem allir nemendur og forráðamenn grunnskólans eru boðnir velkomnir í sameiginlegt jólaföndur sem skipulagt er af foreldrafélagi skólans. Starfsfólk skólans er hvatt til þess að líta við og auk þess er öðrum áhugasömum velkomið að taka …

Skreytum hús með…

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi tekur þátt í Grænfánaverkefninu sem stuðlar að aukinni umhverfisvitund. Í umhverfissáttmála skólans kemur meðal annars fram að endurnýta og endurvinna skuli það sem hægt er. Áhugi er fyrir því innan skólans að nota endurunnið efni og annað sem til fellur með litlum kostnaði við jólaföndur í skólanum. Af þessu tilefni er nú boðið upp á afskrifaðar bækur …