Hvenær á barnið að fara í háttinn?

Ritstjórn Fréttir

Svefn gefur líkamanum tækifæri til þess að hvílast og endurnærast. Heilinn fær hvíld til að vinna úr upplýsingum, tilfinningum og hugsunum og er svefn því nauðsynlegur til þess að viðhalda góðri heilsu og líðan. Samtökin Heimili og skóli – Landssamtök foreldra hafa sett fram leiðbeinandi viðmið um svefntíma barna og unglinga. Viðmiðin má sjá á meðfylgjandi mynd sem tilvalið er …

Haustþing

Ritstjórn Fréttir

Haustþing Kennarafélags Vesturlands og Skólastjórafélags Vesturlands verður haldið í Heiðarskóla föstudaginn 14. september. Af þeim sökum fellur kennsla niður þann dag. Aðrir starfsmenn verða við störf í skólanum.

Erasmus+ styrkur til GB

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi hefur fengið styrk úr menntaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+. Um er að ræða samstarfsverkefni skóla í fjórum löndum, en auk Íslands taka Tékkland, Ítalía og Spánn þátt í verkefninu. Verkefnið gengur undir heitinu Enjoyable Maths og meðal markmiða þess er að kynnast mismunandi aðferðum sem notaðar eru við stærðfræðikennslu og gefa nemendum tækifæri til að umgangast jafnaldra frá öðrum …

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 7. september hlaupa nemendur Grunnskólans í Borgarnesi Ólympíuhlaup ÍSÍ en það hét áður Norræna skólahlaupið. Yngsta stigið hefur hlaupið kl. 10.00, elsta stig leggur af stað kl. 10.40 og miðstig kl. 11.20. Hlaupið er 2,5 km og eru vegfarendur beðnir um að taka tillit til hlaupafólksins. Nánari upplýsingar má sjá hér á vef ÍSÍ

Velferðarkennsla í GB vekur athygli

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 31. ágúst var ráðstefna á vegum Landlæknisembættisins sem kallaðist „Jákvæð menntun í heilsueflandi skólastarfi –vellíðan fyrir alla“. Var ráðstefnan vel sótt og aðalfyrirlesarar voru Dr. Mette Marie Ledertoug, Dr. Hans Henrik Knoop við Háskólann í Árósum og Maggie Fallon við Education Scotland í Skotlandi. Ein vinnustofanna eftir hádegið fjallaði um velferðarkennsluna við Grunnskólann í Borgarnesi, eða búbbluna eins og …

Samtök um samskipti og skólamál gefa GB góða umsögn

Ritstjórn Fréttir

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar fyrir skömmu var til kynningar bréf Erindis – samtaka um samskipti og skólamál en samtökin hafa komið að starfi grunnskólans og veitt ráðgjöf vegna tiltekinna mála. Erindi eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða og hafa það hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á …

Miðstigsleikar

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 29. ágúst verða miðstigsleikar 5. – 7. bekkja haldnir á íþróttavellinum í Borgarnesi. Mótið hefst kl. 10.00 og því lýkur kl. 14.00. Nemendur miðstigs fá morgunhressingu snemma og verða ávextir tilbúnir 9:15. Hádegismatur verður í formi nestis sem hver og einn sér um fyrir sig. Miðstigskennarar verða með nemendum sínum á meðan á leikunum stendur. Miðstigsleikarnir eru skólamót fyrir …

Staða mötuneytismála

Ritstjórn Fréttir

Vegna aðstæðna verður ekki hægt að reka mötuneyti við grunnskólann á skólaárinu. Unnið er að því að leita annarra lausna og vonast er til að næringarmálin skýrist fyrir næstu mánaðamót. Þangað til þurfa nemendur að sjá um sitt nesti sjálfir. Nemendur á miðstigi mega fara heim í hádegishléi sem er 30 mínútur ef undirskrift foreldra liggur fyrir á þar til …

Skólastarf hafið

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi var settur þann 22. ágúst í Borgarneskirkju. Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri gerði í ávarpi sínu grein fyrir framkvæmdum sem nú standa yfir við skólabygginguna. Fram kom að veturinn yrði að ýmsu leyti erfiður þar sem kennslurými verður umtalsvert minna í vetur en verið hefur. Júlía minnti á þau gömlu sannindi að þröngt mega sáttir sitja og lagði áherslu …

Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur í Borgarneskirkju miðvikudaginn 22. ágúst. Nemendur á yngsta stigi (1. – 4. bekkur) mæta kl. 10.00, nemendur á miðstigi (5. – 7. bekkur) kl. 10.40 og nemendur unglingastigs (8. – 10. bekkur) kl. 11.20. Að lokinni skólasetningu fara nemendur í skólann ásamt umsjónarkennurum til stuttrar samveru í bekkjarstofu og fá þá afhent gögn. Skólabíll innanbæjar …