Opinn dagur – vorsýning

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 17. maí verður opinn dagur í grunnskólanum. Foreldrum og öðrum velunnurum skólans er þá boðið í heimsókn. Nemendur skólans kynna og sýna fjölbreytt verkefni sem þeir hafa unnið að í vetur. Að vanda verður 9. bekkur með kaffihús þar sem kaupa má ljúffengar veitingar. Allur ágóði af veitingasölunni rennur í ferðasjóð nemenda.

Háskólalestin í heimsókn í Borgarnesi

Ritstjórn Fréttir

Háskólalestin er nú á sínu áttunda starfsári en hún var sett á laggirnar á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Áhersla starfsmanna lestarinnar er á kynna vísindi á lifandi, skemmtilegan og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki og hefur lestin heimsótt á fjórða tug sveitarfélaga um allt land frá því að hún lagði upp í sína fyrstu ferð. Árleg maíreisa Háskólalestar Háskóla …

Hreinsunardagur

Ritstjórn Fréttir

Sú góða hefð hefur skapast í grunnskólanum að hafa hreinsunardag að vori. Þá taka nemendur og kennarar grunnskólans til hendinni og tína rusl í nágrenni skólans. Að þessu sinni verður hreinsunardagurinn föstudaginn 27. apríl. Þá mun 1. bekkur tína rusl í Skallagrímsgarði, 2. bekkur í Bröttugötu og Egilsgötu, 3. og 4. bekkur sjá um Englendingavík og Settutanga, 5. bekkur Kveldúlfsvöll …

Öðruvísi vika

Ritstjórn Fréttir

Æfingar fyrir árshátíð grunnskólans hafa staðið yfir af miklum krafti að undanförnu. Þema árshátíðarinnar er að þessu sinni hvorki meira né minna en mannkynssagan og verður hún túlkuð á fjölbreytilegan hátt af nemendum. Á morgun, þriðjudag, verður generalprufa og miðvikudaginn 18. apríl verða tvær sýningar í Hjálmakletti; kl. 16:30 og 18:30. Eftir sýningarnar fá nemendur í kærkomið frí þar sem …

Lokahátíð Stóru upplestrarhátíðarinnar

Ritstjórn Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi var haldin í Heiðarskóla þann 10. apríl. Það voru þau Andrea Karítas Árnadóttir, Elfa Dögg Magnúsdóttir og Reynir Jóngeirsson sem tóku þátt fyrir hönd Grunnskólans í Borgarnesi. Þau stóðu sig með mikilli prýði og voru skólanum okkar til sóma. Fyrstu verðlaun féllu að þessu sinni í hlut Grunnskóla Borgarfjarðar en önnur og þriðju hrepptu nemendur …

Góður árangur í stærðfræðikeppni grunnskólanna

Ritstjórn Fréttir

Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi náðu góðum árangri í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi. Keppnin hefur verið haldin um árabil og er tilgangur hennar að efla samstarf grunnskólanna og auka áhuga á stærðfræði. Fyrstu þrjú sætin í 8. bekk skipuðu að þessu sinni þau Díana Dóra Bergmann Baldursdóttir, Elinóra Ýr Kristjánsdóttir og Arnar Eiríksson en alls átti skólinn sjö fulltrúa í 1. …

Óskilamunir í íþróttahúsi

Ritstjórn Fréttir

Starfsfólk íþróttahússins beinir þeim tilmælum til nemenda, foreldra og forráðamanna að þeir aðgæti hvort þeir eigi fatnað eða annað í íþróttahúsi. Þar hefur safnast mikill fjöldi óskilamuna.

Páskaleyfi

Ritstjórn Fréttir

Síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi er föstudagurinn 23. mars. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. apríl.

Skólahreysti

Ritstjórn Fréttir

Hópur nemenda og starfsfólks fylgdi liði Grunnskólans í Borgarnesi sem tók þátt í Skólahreysti í TM höllinni í Garðabæ fyrir skömmu. Margir höfðu málað sig í tilefni dagsins og var græni liturinn allsráðandi. Fulltrúar okkar í keppninni voru þau Ásrún Adda Stefánsdóttir, Bergur Eiríksson, Haukur Jónasson, Hilmar Elís Hilmarsson, Þóra Kristín Stefánsdóttir og Þórunn Arna Arnarsdóttir. Keppendur voru skólanum okkar …

Námskeið um netið og snjalltækni

Ritstjórn Fréttir

Foreldrafélag grunnskólans stendur fyrir námskeiði um netið og snjalltækni fimmtudaginn 22. mars næstkomandi. Námskeiðið er fyrir börn í 1.-4. bekk grunnskóla og foreldra þeirra. Bryndís Jónsdóttir hjá samtökunum Heimili og skóli mun fara yfir helstu atriði sem snúa að börnum, netnotkun þeirra og samfélagsmiðlum. Námskeiðið hefst kl. 18:00 og stendur í um það bil klukkustund. Að því loknu verður efnt …