Fulltrúar GB á lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Ritstjórn Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk hófst veturinn 1996 – 1997 með þátttöku 223 barna í Hafnarfirði og á Álftanesi. Nú, rúmum 20 árum síðar, taka flestir grunnskólar landsins þátt í verkefninu. Keppnin er haldin að frumkvæði áhugafólks um íslenskt mál í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara. Upplestrarkeppnin er ekki „keppni“ í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð …

6. bekkingum boðið á leiksýningu

Ritstjórn Fréttir

6. bekkingum í Borgarbyggð var nýverið boðið á leiksýninguna Oddur og Siggi í Hjálmakletti. Oddur og Siggi hafa verið bestu vinir í 10 ár og bjóða með sýningunni til veislu þar sem þeir fagna áratuga vinskap sínum og skemmta áhorfendum. Sýningin er skemmtileg og hjartnæm og fjallar af einlægni og húmor um flókin samskipti í heimi skólabarna. Sýningin, sem kemur …

10. bekkur tekur þátt í Pisa könnuninni í dag

Ritstjórn Fréttir

PISA er umfangsmikil alþjóðleg langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði. Sá aldur er valinn þar sem hann markar lok almennrar skólagöngu í flestum löndum. PISA er skammstöfun fyrir enska heiti könnunarinnar Programme for International Student Assessment og er hún á vegum OECD. Alls taka yfir 80 þjóðir þátt í könnuninni, þar af 34 …

Illa gekk að þreyta samræmdu prófin

Ritstjórn Fréttir

Samræmd próf í 9. bekk voru lögð fyrir í síðustu viku. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum reyndist erfiðleikum bundið fyrir nemendur að taka prófin sem öll voru á rafrænu formi. Nemendur okkar mættu í prófin en misjafnlega gekk að leysa þau hér eins og annars staðar. Krakkarnir eiga hrós skilið fyrir þolinmæði og þrautseigju. Hvert framhaldið á þessu …

10. bekkur fer á sýninguna Verk og vit 2018

Ritstjórn Fréttir

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, í samvinnu við Verk og vit, býður, föstudaginn 9. mars, nemendum í 10. bekk á stórsýninguna Verk og vit 2018 í Laugardalshöll. Með þessu vill Tækniskólinn kynna nemendum þau tækifæri sem skólinn hefur upp á að bjóða og um leið atvinnumöguleika iðnaðarins. Sýningin er nú haldin í fjórða sinn. Þar kynna um 120 sýnendur, fyrirtæki og stofnanir …

Samræmd próf í 9. bekk

Ritstjórn Fréttir

Samræmd próf í íslensku, ensku og stærðfræði í 9. bekk fara fram dagana 7. – 9. mars. Prófin hefjast klukkan 8.30.

Frístundaleiðbeinandi óskast

Ritstjórn Fréttir

Frístund í Borgarnesi óskar eftir frístundaleiðbeinanda. Markhópur frístundar eru börn í 1.-4. bekk og er frístund starfrækt eftir hefðbundinn skóladag hjá börnunum. Í boði er hlutastarf þar sem unnið er virka daga frá 13:15-15:30. Hæfniskröfur: – Reynsla af vinnu með börnum æskileg – Góð færni í mannlegum samskipum – Sjálfstæð vinnubrögð Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð. Viðkomandi …

Vinaball í Óðali

Ritstjórn Fréttir

Vinaball verður í Óðali föstudagskvöldið 2. mars. Nemendur mega taka með sér 1 – 2 vini. Þeir þurfa að vera úr 8. – 10. bekk. Foreldrar skrifa undir leyfið og því þarf að skila fyrir ballið. Leyfisbréfið má nálgast í Óðali eða á facebook síðu Óðals. Tæknimenn Óðals sjá um tónlistina. Allir eru hvattir til að mæta í hvítum bolum …

Vetrarfrí

Ritstjórn Fréttir

Vetrarfrí verður í skólanum föstudaginn 23. febrúar. Við vonum að allir njóti dagsins og komi endurnærðir til náms og starfa eftir helgi.

Lestur er bestur

Ritstjórn Fréttir

Nú er lestrarprófum nýlokið í skólanum. Framfarir hafa orðið hjá flestum nemendum en greina má meiri framfarir hjá þeim sem eru duglegir að lesa heima og tóku virkan þátt í lestrarátakinu í nóvember. Börn þarfnast meiri þjálfunar en hægt er að veita í skólanum og því er heimalestur og hlutverk foreldra í lestrarþjálfun mikilvægt. Nú er hafið nýtt lestrarátak með …