Foreldraviðtöl, vöfflur og Búbbla

Ritstjórn Fréttir

Foreldraviðtöl verða í skólanum á morgun, þriðjudag 17. október. Nemendur mæta þá ásamt foreldrum eða forráðamönnum í viðtal við umsjónarkennara. Um leið gefst færi á að skoða skólann og viðfangsefni nemenda og að venju verður boðið upp á vöfflur, kaffi og kakó í skólaeldhúsinu. Gestum er sérstaklega boðið að koma og skoða „Búbbluna“ svokölluðu og kynna sér kennsluna og starfið …

Fjölbreytt val á miðstigi

Ritstjórn Fréttir

Á fimmtudögum eru tvær kennslustundir á miðstigi helgaðar vali þar sem nemendur 5. – 7. bekkja velja sér viðfangsefni þvert á bekki. Þá skiptast nemendur í hópa eftir áhuga. Valið skiptist í fjórar lotur, tvær fyrir áramót og tvær eftir áramót. Nú er fyrstu lotu annarinnar að ljúka. Valgreinarnar sem kenndar voru eru; Átthagafræði – Borgarnes fyrr og nú – …

Skipulagsdagur – foreldraviðtöl

Ritstjórn Fréttir

Skipulagsdagur verður í skólanum föstudaginn 13. október. Gunnur L. Gunnarsdóttir frá Mentor kemur og leiðbeinir kennurum auk þess sem unnið verður að fleiri verkefnum. Nemendur frá frí. Foreldraviðtöl verða síðan þriðjudaginn 17. október. Markmið þeirra er að fara yfir líðan og ástundun nemenda fram að þessu og jafnvel setja sér eigin markmið. Foreldrar eru minntir á að skrá sig í …

List fyrir alla – Milkywhale í Hjálmakletti

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 5. október verða tónleikar fyrir nemendur grunnskólans og Laugagerðisskóla í Hjálmakletti. Hljómsveitin Milkywhale leikur. Tónleikarnir eru á vegum verkefnisins List fyrir alla. Tónleikar fyrir 1. – 6. bekk hefjast klukkan 10.10 og tónleikar fyrir 7. – 10. bekk hefjast kl. 11. Verkefnið List fyrir alla er á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytis. Tilgangur þess er að velja og miðla listviðburðum …

Vinahjarta

Ritstjórn Fréttir

Nemendur skólans vita að góður vinur er gulli betri og leggja því kapp á að rækta vináttu og kærleika með ýmsu móti. Á dögunum máluðu nemendur 4. bekkjar stórt vinahjarta á stéttina við skólann. Ef einhver er einmana eða vantar vin getur hann stigið á hjartað og þá kemur skólafélagi og býður honum að vera með í leik. Einfalt og …

Samræmd könnunarpróf

Ritstjórn Fréttir

Dagana 28. og 29. september taka nemendur í 4. bekk samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði. Að loknu prófi tekur við hefðbundin stundaskrá. Markmið prófanna er aðallega tvíþætt. Í fyrsta lagi að veita nemenda, foreldrum, kennurum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsstöðu nemenda. Í öðru lagi að gefa upplýsingar um að hvaða marki nemendur hafa náð grundvallarkunnáttu og færni sem frekara …

Norræna skólahlaupið 14. september

Ritstjórn Fréttir

Nemendur taka þátt í norræna skólahlaupinu fimmtudaginn 14. september. Hlaupið hefst á íþróttavellinum. Yngsta stig hefur hlaupið kl. 10.00; unglingastig byrjar kl. 10.40 og miðstigið kl. 11.20. Nemendur á unglingastigi hlaupa 5 kílómetra en yngri nemendur 2 og hálfan. Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju …

Haustþing Kennarafélags og Skólastjórafélags Vesturlands

Ritstjórn Fréttir

Haustþing Kennarafélags Vesturlands og Skólastjórafélags Vesturlands verður haldið í Grundaskóla á Akranesi föstudaginn 15. september næstkomandi. Fyrirlesarar eru að þessu sinni sálfræðingarnir Helgi Héðinsson sem fjallar um hvernig þrífast megi í krefjandi starfi og Pálmar Ragnarsson sem fjallar um jákvæð samskipti í starfi með börnum. Fjölbreytt örnámskeið og málstofur verða í boði. Dagskránni lýkur á kjarasamningsumræðum í umsjón Félags grunnskólakennara …

Miðstigsleikar 2017

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 31. ágúst verða haldnir miðstigsleikar 5. – 7. bekkja á íþróttavellinum í Borgarnesi. Miðstigsleikarnir eru mót fyrir nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar, Heiðarskóla, Laugagerðisskóla, Auðarskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi og Reykhólaskóla. Mótið hefst kl. 10.00 og því lýkur kl. 14.00. Sama fyrirkomulag verður á mótinu og í fyrra. Strákar byrja í kattspyrnu og stelpur í frjálsum og síðan er nesti og …

Nýtt fyrirkomulag tónmenntakennslu

Ritstjórn Fréttir

Samkomulag hefur tekist um að Tónlistarskóli Borgarfjarðar muni sjá um tónmenntakennslu í 1. – 4. bekk grunnskólans skólaárið 2017 – 2018. Um er að ræða eina kennslustund á viku í hverjum bekk. Birna Þorsteinsdóttir, Jónína Erna Arnardóttir, Zsuzsanna Budai og Þóra Sif Svansdóttir kennarar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar munu ásamt Theodóru Þorsteinsdóttur skólastjóra annast kennsluna. Kennt verður í húsakynnum tónlistarskólans við …