Kynningarfundur vegna framkvæmda við grunnskólann

Ritstjórn Fréttir

Boðað er til fundar um fyrirhugaðar framkvæmdir við endurbætur á skólahúsnæðinu og viðbyggingu. Á næstunni verður ráðist í verulegar endurbætur á núverandi húsnæði grunnskólans ásamt því að hafin verður bygging mötuneytis og salar í viðbyggingu við skólann. Af því tilefni er boðað til kynningarfundar í Hjálmakletti miðvikudaginn 23. ágúst kl. 17.00.

Stuðlað að hugarró og velferð nemenda og starfsfólks

Ritstjórn Fréttir

Á skólaárinu sem nú fer í hönd verður markvisst unnið að aukinni velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks. Margir kennarar hafa verið að prófa sig áfram með slökunar-, núvitundar- og hugleiðslustundir með nemendum undanfarin misseri og hefur það gefist vel. Því var ákveðið að taka málefnið skrefi lengra og mun Elín Matthildur Kristinsdóttir halda utan um það verkefni. Elín Matthildur …

Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur í Borgarneskirkju þriðjudaginn 22. ágúst. Nemendur á yngsta stigi mæta kl. 10.00, nemendur á miðstigi kl. 10.40 og nemendur unglingastigs kl. 11.20. Að lokinni skólasetningu fara nemendur í skólann ásamt umsjónarkennurum. Skólabíll innanbæjar fer þrjár ferðir að skóla, kl. 9.45, 10.15 og 11.15 og eina ferð heim kl. 12:00 eða eftir setningu hjá unglingastigi. Skólabílar …

Borgarbyggð greiðir fyrir námsgögn og ritföng

Ritstjórn Fréttir

Byggðarráð Borgarbyggðar staðfesti á fundi sínum 6. júlí bókun fræðslunefndar frá 13. júní um að öllum börnum í grunnskólum Borgarbyggðar verði veitt nauðsynleg námsgögn og ritföng frá og með næsta hausti. Með ákvörðun sinni tekur byggðarráð undir þau sjónarmið að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Reiknað er með að námsgögn nemenda kosti að jafnaði um 4.000 krónur …

Undirbúningur vetrarstarfsins er hafinn

Ritstjórn Fréttir

Skrifstofa skólans hefur verið opnuð að afloknu sumarleyfi. Afgreiðslutími er frá 8.00 – 16.00. Kennarar sækja endurmenntunarnámskeið dagana 10., 11. og 14. ágúst og hefja svo störf í skólanum þann 15. Aðrir starfsmenn mæta aftur til vinnu 18. ágúst. Skólinn verður settur þriðjudaginn 22. ágúst og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá daginn eftir.

Lokaskýrsla um húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi.

Gestur Gestur Fréttir

Verkfræðistofan Efla skilaði þann 19. júlí sl. inn lokaskýrslu um úttekt á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Fram kemur í skýrslunni að raka- og mygluskemmdir er að finna í húsnæðinu. Umhverfis- og skipulagssvið mun vinna áætlun um fyrstu viðbrögð við niðurstöðum skýrslunnar, forgangsröðun aðgerða og kostnaðargreiningu sem lögð verður fyrir fyrir byggðarráð. Smíði glugga í suðurhlið er þegar hafin til að bregðast við …

Nýtt skólaár í vændum

Ritstjórn Fréttir

Skrifstofa skólans verður opnuð að loknu sumarleyfi fimmtudaginn 3. ágúst. Afgreiðslutími er frá kl. 8.00 – 16.00. Skólinn verður settur þriðjudaginn 22. ágúst.

Stjórn nemendafélagsins 2017 – 2018

Ritstjórn Fréttir

Stjórn nemendafélagsins skólaárið 2017 – 2018 skipa eftirtaldir nemendur: Marinó Þór Pálmason, formaður, Bjartur Daði Einarsson, varaformaður, Elinóra Ýr Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Berghildur Björk Reynisdóttir, gjaldkeri og Emma Sól Andersdóttir, ritari. Sjoppustjórar eru Jón Steinar Unnsteinsson og Steinar Örn Finnbogason og tæknistjórar eru Sigfús Páll Guðmundsson og Axel Stefánsson. Nemendaráð fundar að jafnaði einu sinni í viku með deildarstjóra unglingastigs og/eða …

Grænfáninn dreginn að húni

Ritstjórn Fréttir

Grænfáninn var dreginn að húni við grunnskólann í dag. Það táknar að skólinn hefur náð ákveðnum markmiðum varðandi umhverfismál. Ragnar Frank Kristjánsson færði skólanum fánann fyrir hönd Landverndar sem stendur að verkefninu. Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni sem hefur það að markmiði að að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum. Skólar ganga í gegnum sjö …

Skólaslit í Grunnskólanum í Borgarnesi

Ritstjórn Fréttir

Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar 10. bekkjar. 1. – 9. bekkur Nemendur mæta við skólann kl. 9.00 föstudaginn 2. júní. Nemendur 1. bekkjar verða í leikjum í Skallagrímsgarði. Þeir fá grillaða pylsu í garðinum. Foreldrar þeirra eru velkomnir að vera með. 2. – 9. bekkur fer í ratleik. Hann hefst við …