Samstarf við Rauða krossinn og ABC-hjálparstarf

Ritstjórn Fréttir

Vikuna 26.febrúar til 2.mars munu nemendur í 1.-6. bekk kynna sér hjálparstaf þessara tveggja samtaka og taka þátt í verkefni á þeirra vegum. Ragnhildur Kristín, deildarstjóri eldri deildar og formaður Rauða krossins í Borgarfirði mun kynna hjálparstarf í þessum bekkjardeildum. Hún mun m.a. segja frá ferð sinni til Gambíu síðast liðið vor á vegum Rauða krossins. Í framhaldi af kynningu Kristínar munu 1.- 4. bekkur og 6.bekkur taka þátt í

Skólafatnaðurinn tilbúinn til afhendingar

Ritstjórn Fréttir

Nú er skólafatnaðurinn tilbúinn til afhendingar. Afhending fer fram þriðjudaginn 20. og miðvikudaginn 21. febrúar frá kl: 17:00 – 18:00 í Óðali gegn greiðslu. Endanlegt verð á hettupeysu er kr. 1400. Endanlegt verð á galla er kr. 2600. Sparisjóður Mýrasýslu styrkir kaup á fatnaðinum. Stjórn foreldrafélagsins

Lok miðannar – upphaf vorannar

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudagurinn 20. febrúar er síðasti kennsludagur miðannar. Daginn eftir, öskudag, undirbúa kennarar foreldraviðtöl sem fara svo fram fimmtudaginn 22. febrúar. Upplýsingar um tímasetningu viðtala verða sendar heim með nemendum á næstu dögum. Vetrarfrí er síðan föstudaginn 23. febrúar. Fyrsti kennsludagur vorannar er þá mánudagurinn 26. febrúar en þá hefst kennsla skv. stundaskrá kl. 8 og 8:10.

Skólinn rýmdur

Ritstjórn Fréttir

Í dag var brunaæfing í skólanum og hann rýmdur, farið var eftir öryggisáætlun skólans ( sjá HÉR). Það tók rúmar 7 mín að rýma allan skólann, um 400 mannsvar að störfum í skólanum þegar rýming var framkvæmd og gékk hún vel fyrir sig.

Foreldranámskeið

Ritstjórn Fréttir

Verður haldið á vegum Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi og sérfræðiþjónustu skóla í Borgarbyggð fyrir foreldra barna í yngstu bekkjum Grunnskólans. Námskeiðið byggir á viðurkenndri og hagnýtri þekkingu um uppeldi og hegðunarmótun. Tími: Námskeiðið hefst 28. febrúar kl. 20 og verður síðan þrjá næstu miðvikudaga kl. 20 – 22 Staður: Borgarnes (nánar síðar) Skráning í síma 4337100 Leiðbeinendur: Ásþór Ragnarsson sálfræðingur og Dagný Hjálmarsdóttir hjúkrunarfræðingur Sjá nánar

Fjáröflun hjá nemendum 9.bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Bílaþvottur helgina 17-18 feb. Opið 10-17 báða dagana. Tímapantanir í síma 891-8871/ 437-1171 eftir kl. 18.00 15. og 16. feb.. Verð: Tjöruhreinsun og bón 5000.- Þrif að innan 1000.- Pantið tíma eða mætið á staðinn ( LímtréVírnet) og skiljið bílinn eftir

Skólaskipið Dröfn

Ritstjórn Fréttir

Undanfarin ár hefur 9. bekkur skólans farið í sjóferð með skólaskipinu Dröfn. Þetta ár er engin undantekning því næstkomandi fimmtudag, 15. febrúar, fer 9. bekkur þessa árs á sjó. Farið verður í þremur hópum vegna takmarkana á fjölda í hverja ferð. Tveir fylgdarmenn verða frá skóla í hverja ferð.

Fundargerðir umhverfisnefndar

Ritstjórn Fréttir

Fundargerðir og fylgskjöl umhverfisnefndar eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins á slóðinni: http://vefir.grunnborg.is/hilmara/flagg/2006-2007.htm. Þar er margt forvitnilegt að sjá, m.a. kynningu á Einkunnum sem stendur til að skólinn fái til afnota sem skólaskóg og yfirlit yfir vatns og orkunotkun í skólanum. Þess má geta að í því yfirliti kemur fram að það hefur farið meira af heitu vatni í janúar til að hita upp sparkvöllinn en skólann!!!

Fundur í umhverfisnefnd

Ritstjórn Fréttir

Hér með er boðað til fundar í umhverfisráði skólans, fimmtudaginn 8. febrúar í náttúrufræðistofu skólans (nr. 26) kl. 8:10 – 8:30. Dagskrá fundarins er: 1. Setning fundar 2. Skólaskógur skólans 3. Önnur mál Verkefnið á sér heimasíðu, slóðin er: http://vefir.grunnborg.is/hilmara/flagg

Ábyrgð foreldra

Ritstjórn Fréttir

Eitt af því sem kom fram í sjálfsmati síðasta skólaárs var að skólinn þurfi að setja sér stefnu um ábyrgðasvið foreldra. Þau drög sem hér liggja fyrir byggja á Grunnskólalögum, Aðalnámskrá grunnskóla og Barnaverndalögum. Starfsmannafundur skólans og stjórn forleldrafélagsins hafa fjallað um þau og komið með athugasemdir. Það er ósk okkar að sem flesttir foreldrar kynni sér þessi drög. Athugasemdum skal komið til Hilmars aðstoðarskólastjóra, hilmara@grunnborg.is Drög að stefnu um