Upplestrarkeppni í 7. bekk

Ritstjórn Fréttir

Upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram í Óðali milli kl. 17 og 19 í dag. Þar lásu nemendur upp sögu og síðan ljóð að eigin vali. Dómnefnd valdi svo sigurvegara sem síðan mæta til keppni í upplestri í Varmalandi þann 8. mars ásamt sigurvegurum úr fleiri skólum á Vesturlandi. Í 1. sæti varð Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, í 2. sæti varð Alexander Gabríel Guðfinnsson og í 3. sæti varð Ísfold Grétarsdóttir.

„Hundraðdaga“ hátíð

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 1.- 3. bekk fagna því í dag að 100 dagar eru liðnir síðan skólinn byrjaði í haust. Því er m.a. unnið með þá tölu í dag, á margvíslegan hátt. Hérna er hægt að nálgast myndir frá hátíðinni. Mynd 1 , mynd 2 , mynd 3.

Skólafatnaður

Ritstjórn Fréttir

Í síðustu viku var boðið upp á mátun á nýjum skólafatnaði fyrir nemendur skólans, þátttakan var mjög góð. Ákveðið var að bjóða nemendum 6. – 10. bekk svartar hettupeysur og nemendum 1. – 5. bekk svarta HENSON galla með gyltri rönd. Vegna fjölda óska verður þeim boðið að mæta í mátun þriðjudaginn 30. janúar frá kl 17:30 – 18:30 í skólanum sem ekki gátu nýtt sér dagana í síðustu viku.

Skorradalsferð 9. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 9. bekkja eyddu saman degi í skátaskálanum í Skorradal s.l fimmtudag ásamt umsjónarkennurum sínum og leiðbeinendum frá Borgarbyggð. Tilgangurinn var að efla liðs – og félagsandann og hafa gaman af að vera til og tókst það vel. Skemmtu þátttakendur sér hið besta við leik og störf innan húss sem utan.

Söngkeppni

Ritstjórn Fréttir

Þátttakendur frá skólunum í Borgarbyggð áttust við í söngkeppni í Óðali föstudagskvöldið 26. jan. Sigurvegarar voru úr Grunnskóla Borgarfjarðar en öll atriðin voru afar glæsileg og krökkunum til sóma. Fulltrúar skólans í keppninni voru þau Marta Lind Róbertsdóttir í 10. bekk, en hún lenti í þriðja sæti, Elín Elísabet Einarsdóttir 9. bekk, Magnús Daníel Einarsson 8. bekk og Karitas Óðinsdóttir 9. bekk. Þessir keppendur voru valdir til þátttöku í undankeppni

Orðsending frá stjórn foreldrafélagsins

Ritstjórn Fréttir

Ágætu nemendur, foreldrar og forráðamenn. Í fyrra var í fyrsta sinn boðið upp á skólabúninga, flíspeysur og styrkti Sparisjóður Mýrasýslu það framtak myndarlega. Á aðalfundi Foreldrafélags Grunnskólanns, þann 6. nóvember síðastliðinn, var ákveðið að bjóða aftur upp skólabúninga en að þessu sinni var valinn búningur frá HENSON. Ákveðið var að bjóða nemendum 6. – 10. bekk svartar hettupeysur og nemendum 1. – 5. bekk svarta HENSON galla með gyltri rönd.

Skráning í samr. próf

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 10. bekk þurfa að vera búnir að skrá sig í samr. próf fyrir 15. jan. Eyðublöðum þar um skal komið til umsjónarkennara. Hægt er nálgast eyðublað HÉR. Á heimasíðu Námsmatsstofnunar eru upplýsingar um framkvæmd samr. prófa.

Skóli að loknu jólafríi

Ritstjórn Fréttir

Skóli hefst á ný fimmtudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk mætir til starfa miðvikudaginn 3.janúar á starfsmannafund kl 9:00.