100 daga hátíð hjá 1. bekk

Julia Fréttir

Nemendur 1. bekkjar héldu upp á að 100 skóladagar eru liðnir frá skólasetningu. Þeir voru því með 100 daga hátíð í dag. Nemendur unnu ýmis konar verkefni tengd tölunni 100 og enduðu svo daginn á að horfa á mynd með djús og saltstangir í poka.

Leikskólabörn heimsækja skólann

Ritstjórn Fréttir

Leikskólabörn, sem hefja nám við grunnskóla í haust, munu heimsækja skólann vikulega fram í mars. 33 börn frá Uglukletti og Klettaborg koma í skólann í 4 hópum og hverjum hópi fylgja tveir leikskólakennarar. Börnin fara gönguferð um skólann með skólastjóra,  í kennslustundir í 1. bekk (stærðfræðismiðjur), jóga og slökun í Búbblunni, list- og verkgreinar og heimsókn á bókasafn. Þá fara …

Skipulagsdagur

Ritstjórn Fréttir

Þriðji skipulagsdagur skólaársins verður miðvikudaginn 16. janúar næstkomandi en sérstakir starfsdagar kennara eru fimm á starfstíma nemenda.  Á skipulagsdögum vinna starfsmenn skóla að ýmsum verkefnum án þátttöku nemenda. Kennsla fellur því niður.

Jólabókaleikur skólasafnsins

Ritstjórn Fréttir

Á stofujólum eru afhentir vinningar í jólabókaleik skólasafnsins. Að þessu sinni duttu í lukkupottinn þau Edward Ingi Scott 3. bekk, Sara Björk Árnadóttir 7. bekk og Árni Már Hauksson 8. bekk. Jólabókaleikurinn fer þannig fram að nemendur skrifa nafn sitt og titil þeirrar bókar sem þá langar mest til að lesa á miða sem fer í stóran pott. Miðarnir eru …

Jólagleði og jólafrí

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudagurinn 20. desember markar lok skólastarfsins á þessu hausti. Stofujól hefjast klukkan 9.00 en þá koma nemendur, kennarar og samstarfsfólk saman í bekkjarstofum og eiga góða stund. Að stofujólunum loknum verður haldið í íþróttahúsið þar sem jólaskemmtun skólans hefst um kl. 10.30. Þar verður margt til skemmtunar, m.a. verður fluttur helgileikur og dansað í kringum jólatréð. Allir eru velkomnir á jólaskemmtunina. …

Ævar og Guðni með jólabækur

Ritstjórn Fréttir

Bræðurnir Ævar Þór og Guðni Líndal Benediktssynir heimsóttu skólann nú á aðventu, lásu úr nýútkomnum bókum sínum og spjölluðu við nemendur. Guðni las bók sína Stelpan sem týndi bróður sínum í ruslinu fyrir nemendur 1. og 2. bekkjar og Ævar las úr Þínu eigin tímaferðalagi fyrir nemendur 4. – 8. bekkjar. Þetta er í þriðja sinn sem bræðurnir enda kynningar …

Árstíðirnar fjórar – ný ljóðabók

Ritstjórn Fréttir

Ljóðabók 7. bekkjar kom út í dag. Bókin ber titilinn Árstíðirnar fjórar – vetur, sumar, vor og haust. Ljóðin í bókinni voru samin af nemendum 6. bekkjar við Grunnskólann í Borgarnesi veturinn 2017 – 2018. Verkefnið, sem unnið var undir leiðsögn umsjónarkennaranna Halldóru R. Björnsdóttur og Þórunnar Kjartansdóttur, fólst í því að yrkja ljóð um árstíðirnar fjórar. Verkefnið náði yfir …

Jólaútvarp hefst í dag

Ritstjórn Fréttir

Útsendingar jólaútvarpsins hefjast í dag og standa til föstudagsins 14. desember.  Efnið má nálgast á www.spilarinn.is eða hér hægra megin á síðunni. Dagskráin hefst kl. 10:00 alla dagana og stendur til kl. 23:00. Fyrri hluta dags verður útvarpað efni sem yngri nemendur skólans hafa nú þegar hljóðritað en seinni hluta dags verða eldri nemendur með sína þætti í beinni útsendingu. …

Fokk Me – Fokk You – foreldrar hvattir til að mæta

Ritstjórn Fréttir

Fyrirlestur á vegum forvarnarhóps Borgarbyggðar. Kári Sigurðsson og Andrea Marel hafa undanfarin fjögur ár flutt fyrirlestra um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna undir fyrirsögninni Fokk Me – Fokk You. Þau aðlaga fræðsluna að þeim málum sem upp koma hverju sinni en segja rauða þráðinn vera samskipti á samfélagsmiðlum. Fræðslan er ætluð ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og fólki sem starfar …

Jóladagatal

Ritstjórn Fréttir

Skólastarf í desember einkennist að vanda af ýmsum skemmtilegum viðburðum og margvíslegri tilbreytni frá hefðbundnu skólastarfi. Þar ber vitaskuld jólaútvarpið hæst en útsendingar þess hefjast mánudaginn 10. desember. Einnig má nefna jólaföndur foreldrafélagsins, friðargöngu í Skallagrímsgarð, jólaball á Varmalandi, heimsóknir rithöfunda og fleira.  Til frekari glöggvunar hefur verið gefið út jóladagatal Grunnskólans í Borgarnesi.