Upptökur fyrir jólaútvarp hafnar

Ritstjórn Fréttir

Nú í vikunni fara fram upptökur á þáttum 1. – 7. bekkja fyrir jólaútvarpið. Þáttagerðarfólkið unga hefur, undir leiðsögn kennara, unnið hörðum höndum að vinnslu útvarpsefnis að undanförnu. Sama máli gegnir um nemendur í unglingadeild en að vanda verða þættir þeirra sendir út í beinni útsendingu. Dagskrá jólaútvarpsins hefst þann 10. desember næstkomandi og stendur í viku. Útvarpsstjóri er Emma …

Sagnahefðin heiðruð á Degi íslenskrar tungu

Ritstjórn Fréttir

Margt var gert til skemmtunar og fróðleiks á Degi íslenskrar tungu í skólanum. Meðal annars má nefna að  4. bekkingar fóru vel undirbúnir og lásu upphátt fyrir börn á leikskólum. 7. bekkingar fengu góðan gest í heimsókn til sín í Gamla mjólkursamlagið. Það var Hjörleifur Stefánsson sem lengi hefur fengist við að segja sögur. Hjörleifur fræddi nemendur um sagnahefð og …

Dregur úr einelti og þrautseigja eykst

Ritstjórn Fréttir

Niðurstöður Skólapúlsins fyrir skömmu benda til að í Grunnskólanum í Borgarnesi dragi úr einelti og að þrautseigja nemenda aukist. Skólapúlsinn er sjálfsmatskerfi fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Nemendur, foreldrar og starfsfólk svara spurningalista á netinu og við lok hverrar könnunar fá skólastjórnendur niðurstöður birtar á heimasvæði sínu. Grunnskólinn í Borgarnesi er við landsmeðaltal í nýlegri mælingu Skólapúlsins varðandi einelti. Í …

Rithöfundur í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Hjalti Halldórsson, kennari og rithöfundur, heimsótti skólann í dag, spjallaði við nemendur og las úr nýútkominni bók sinni Draumnum. Rúmlega 100 nemendur úr 5., 6. og 7. bekkjum söfnuðust saman í Gamla mjólkursamlaginu. Krakkarnir hlustuðu af athygli og eftir upplesturinn gafst góður tími til að spyrja höfundinn spurninga um ritstörfin, áhugamálin og reyndar allt milli himins og jarðar. Fyrsta bók …

List fyrir alla – Músík og sögur

Ritstjórn Fréttir

List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Stefnt er að því að á tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða innsýn í heim mismunandi listforma. List fyrir alla er á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytis. …

Þemadagur

Ritstjórn Fréttir

Á síðastliðnu skólaári voru reglulega haldnir þemadagar á unglingastigi. Nemendur og starfsmenn voru almennt ánægðir með framkvæmd og afrakstur þeirra. Fyrsti þemadagur þessa skólaárs var haldinn þriðjudaginn 30. október sl. og gekk hann vel í alla staði. Nemendum unglingadeildar var skipt í 14 hópa og í hverjum hópi voru að meðaltali fimm nemendur. Viðfangsefnið að þessu sinni var ljósmyndamaraþon þar …

Vetrarfrí

Ritstjórn Fréttir

Vetrarfrí verður í skólanum okkar dagana 1. og 2. nóvember. Skipulagsdagur verður mánudaginn 5. nóvember. Nemendur fá því 5 daga frí og mæta endurnærðir í skólann þriðjudaginn 6. nóvember.

Höfðingleg gjöf

Ritstjórn Fréttir

Kvenfélag Borgarness hélt fyrsta fund sinn á þessu hausti í skólasafninu fyrir skömmu. Konurnar skoðuðu safnið og kynntu sér starfsemi þess og hlutverk. Kvenfélagið færði skólasafninu 100 þúsund króna styrk til bókakaupa og verður honum varið til kaupa á nýútkomnum barna- og ungmennabókum. Nemendur og starfsfólk skólans kunna sannarlega að meta þessa höfðinglegu gjöf og  hlýhug sem henni fylgir og …

Hagir og líðan ungs fólks í Borgarbyggð

Ritstjórn Fréttir

Kynning á niðurstöðum rannsóknarinnar Ungt fólk meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2018 verður haldinn í Hjálmakletti miðvikudaginn 17. október kl. 17.30. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari á íþróttafræðisviði HR mun kynna niðurstöðurnar. Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining hefur umsjón með fjölmörgum rannsóknum sem kanna hagi og líðan barna og ungmenna bæði á …

Námskeið í skapandi skrifum

Ritstjórn Fréttir

Menntamálastofnun og Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda (SÍUNG) bjóða um þessar mundir upp á námskeið í skapandi skrifum í skólum á Vesturlandi. Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og teiknari, stýrir námskeiðinu sem er ætlað til að auka áhuga barna á lestri bóka og ritun. Í dag tóku nemendur okkar á miðstigi þátt í námskeiðinu sem fram fór í Hjálmakletti. Bergrún Íris …