Smiðjuhelgi

Ritstjórn Fréttir

Smiðjuhelgi Grunnskólans í Borgarnesi fór fram dagana 5. og 6. október s.l. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn er með smiðjuhelgi en til stendur að hafa aðra eins eftir áramót. Tilgangur smiðjanna er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast og gefa þeim kost á að hafa meira um val sitt að segja. Nú í …

Kræsingar í matinn

Ritstjórn Fréttir

Gert hefur verið samkomulag við fyrirtækið Kræsingar ehf. um skólamáltíðir tvisvar í viku. Í dag kom í fyrsta skipti matur frá Kræsingum í skólann. Það er skemmst frá því að segja að almenn ánægja var með steikta fiskinn sem var á borðum og fyrirkomulagið gekk vel. Enn er hægt að skrá nemendur í mat fram á miðvikudagskvöld með því að …

Smiðjuhelgi dagskrá 5-6.sept

Gestur Fréttir

Smiðjuhelgi 5. –  6. október      Föstudagur 14:30          Mæting Boðið er uppá hressingu fyrir smiðjur 14:45          Smiðjur hefjast 18:30          Smiðjuvinnu lýkur   Laugardagur 8:30           Mæting í smiðjur 11:30          Hádegisverður – í boði skólans 14:30          Smiðjuvinnu lýkur   Hver smiðja skipuleggur sínar frímínútur.  Nemendur geta tekið með sér nesti til að neyta í frímínútum ef …

Lestrarmánuður

Ritstjórn Fréttir

Október er sérstaklega tileinkaður lestri í skólanum okkar og af því tilefni er efnt til lestrarátaks á öllum stigum. Hraðlestrarnámskeið verður haldið í 2. – 10. bekk. Það byggir á því að nemendur lesa heima í viðbót við venjulegan heimalestur, þrisvar sinnum eina mínútu á dag og telja lesin orð. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til þess að taka þátt …

Hvenær á barnið að fara í háttinn?

Ritstjórn Fréttir

Svefn gefur líkamanum tækifæri til þess að hvílast og endurnærast. Heilinn fær hvíld til að vinna úr upplýsingum, tilfinningum og hugsunum og er svefn því nauðsynlegur til þess að viðhalda góðri heilsu og líðan. Samtökin Heimili og skóli – Landssamtök foreldra hafa sett fram leiðbeinandi viðmið um svefntíma barna og unglinga. Viðmiðin má sjá á meðfylgjandi mynd sem tilvalið er …

Haustþing

Ritstjórn Fréttir

Haustþing Kennarafélags Vesturlands og Skólastjórafélags Vesturlands verður haldið í Heiðarskóla föstudaginn 14. september. Af þeim sökum fellur kennsla niður þann dag. Aðrir starfsmenn verða við störf í skólanum.

Erasmus+ styrkur til GB

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi hefur fengið styrk úr menntaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+. Um er að ræða samstarfsverkefni skóla í fjórum löndum, en auk Íslands taka Tékkland, Ítalía og Spánn þátt í verkefninu. Verkefnið gengur undir heitinu Enjoyable Maths og meðal markmiða þess er að kynnast mismunandi aðferðum sem notaðar eru við stærðfræðikennslu og gefa nemendum tækifæri til að umgangast jafnaldra frá öðrum …

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 7. september hlaupa nemendur Grunnskólans í Borgarnesi Ólympíuhlaup ÍSÍ en það hét áður Norræna skólahlaupið. Yngsta stigið hefur hlaupið kl. 10.00, elsta stig leggur af stað kl. 10.40 og miðstig kl. 11.20. Hlaupið er 2,5 km og eru vegfarendur beðnir um að taka tillit til hlaupafólksins. Nánari upplýsingar má sjá hér á vef ÍSÍ

Velferðarkennsla í GB vekur athygli

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 31. ágúst var ráðstefna á vegum Landlæknisembættisins sem kallaðist „Jákvæð menntun í heilsueflandi skólastarfi –vellíðan fyrir alla“. Var ráðstefnan vel sótt og aðalfyrirlesarar voru Dr. Mette Marie Ledertoug, Dr. Hans Henrik Knoop við Háskólann í Árósum og Maggie Fallon við Education Scotland í Skotlandi. Ein vinnustofanna eftir hádegið fjallaði um velferðarkennsluna við Grunnskólann í Borgarnesi, eða búbbluna eins og …

Samtök um samskipti og skólamál gefa GB góða umsögn

Ritstjórn Fréttir

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar fyrir skömmu var til kynningar bréf Erindis – samtaka um samskipti og skólamál en samtökin hafa komið að starfi grunnskólans og veitt ráðgjöf vegna tiltekinna mála. Erindi eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða og hafa það hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á …