Rotturnar

Ritstjórn Fréttir

Ragnheiður Eyjólfsdóttir rithöfundur heimsótti nemendur unglingadeildar í morgun og las úr nýútkominni bók sinni sem nefnist Rotturnar. Bókin er æsispennandi en í henni segir frá hópi unglinga sem þurfa að berjast fyrir lífi sínu við afar erfiðar aðstæður. Við sögu koma siðblindir vísindamenn, tölvuhakkarar, genabreytingar og glæpir en það sem mestu máli skiptir er vinátta og þrautseigja söguhetjanna. Bókin, sem …

Fullveldi til fullveldis

Ritstjórn Fréttir

Tónlistarmennirnir Jónína Erna Einarsdóttir píanóleikari og Bergþór Pálsson söngvari hafa í tilefni fullveldisafmælisins sett saman dagskrá í tali og tónum um tónlistarsögu Íslands. Dagskrána kalla þau Fullveldi til fullveldis.  Nýverið buðu þau nemendum og starfsfólki grunnskólans að hlýða á dagskrána í Borgarneskirkju og var hún flutt þrisvar sinnum þar sem nemendum var skipt upp eftir stigum.  Í dagskránni er stiklað …

Upptökur fyrir jólaútvarp hafnar

Ritstjórn Fréttir

Nú í vikunni fara fram upptökur á þáttum 1. – 7. bekkja fyrir jólaútvarpið. Þáttagerðarfólkið unga hefur, undir leiðsögn kennara, unnið hörðum höndum að vinnslu útvarpsefnis að undanförnu. Sama máli gegnir um nemendur í unglingadeild en að vanda verða þættir þeirra sendir út í beinni útsendingu. Dagskrá jólaútvarpsins hefst þann 10. desember næstkomandi og stendur í viku. Útvarpsstjóri er Emma …

Sagnahefðin heiðruð á Degi íslenskrar tungu

Ritstjórn Fréttir

Margt var gert til skemmtunar og fróðleiks á Degi íslenskrar tungu í skólanum. Meðal annars má nefna að  4. bekkingar fóru vel undirbúnir og lásu upphátt fyrir börn á leikskólum. 7. bekkingar fengu góðan gest í heimsókn til sín í Gamla mjólkursamlagið. Það var Hjörleifur Stefánsson sem lengi hefur fengist við að segja sögur. Hjörleifur fræddi nemendur um sagnahefð og …

Dregur úr einelti og þrautseigja eykst

Ritstjórn Fréttir

Niðurstöður Skólapúlsins fyrir skömmu benda til að í Grunnskólanum í Borgarnesi dragi úr einelti og að þrautseigja nemenda aukist. Skólapúlsinn er sjálfsmatskerfi fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Nemendur, foreldrar og starfsfólk svara spurningalista á netinu og við lok hverrar könnunar fá skólastjórnendur niðurstöður birtar á heimasvæði sínu. Grunnskólinn í Borgarnesi er við landsmeðaltal í nýlegri mælingu Skólapúlsins varðandi einelti. Í …

Rithöfundur í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Hjalti Halldórsson, kennari og rithöfundur, heimsótti skólann í dag, spjallaði við nemendur og las úr nýútkominni bók sinni Draumnum. Rúmlega 100 nemendur úr 5., 6. og 7. bekkjum söfnuðust saman í Gamla mjólkursamlaginu. Krakkarnir hlustuðu af athygli og eftir upplesturinn gafst góður tími til að spyrja höfundinn spurninga um ritstörfin, áhugamálin og reyndar allt milli himins og jarðar. Fyrsta bók …

List fyrir alla – Músík og sögur

Ritstjórn Fréttir

List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Stefnt er að því að á tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða innsýn í heim mismunandi listforma. List fyrir alla er á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytis. …

Þemadagur

Ritstjórn Fréttir

Á síðastliðnu skólaári voru reglulega haldnir þemadagar á unglingastigi. Nemendur og starfsmenn voru almennt ánægðir með framkvæmd og afrakstur þeirra. Fyrsti þemadagur þessa skólaárs var haldinn þriðjudaginn 30. október sl. og gekk hann vel í alla staði. Nemendum unglingadeildar var skipt í 14 hópa og í hverjum hópi voru að meðaltali fimm nemendur. Viðfangsefnið að þessu sinni var ljósmyndamaraþon þar …

Vetrarfrí

Ritstjórn Fréttir

Vetrarfrí verður í skólanum okkar dagana 1. og 2. nóvember. Skipulagsdagur verður mánudaginn 5. nóvember. Nemendur fá því 5 daga frí og mæta endurnærðir í skólann þriðjudaginn 6. nóvember.

Höfðingleg gjöf

Ritstjórn Fréttir

Kvenfélag Borgarness hélt fyrsta fund sinn á þessu hausti í skólasafninu fyrir skömmu. Konurnar skoðuðu safnið og kynntu sér starfsemi þess og hlutverk. Kvenfélagið færði skólasafninu 100 þúsund króna styrk til bókakaupa og verður honum varið til kaupa á nýútkomnum barna- og ungmennabókum. Nemendur og starfsfólk skólans kunna sannarlega að meta þessa höfðinglegu gjöf og  hlýhug sem henni fylgir og …