Skólastarf hafið

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi var settur þann 22. ágúst í Borgarneskirkju. Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri gerði í ávarpi sínu grein fyrir framkvæmdum sem nú standa yfir við skólabygginguna. Fram kom að veturinn yrði að ýmsu leyti erfiður þar sem kennslurými verður umtalsvert minna í vetur en verið hefur. Júlía minnti á þau gömlu sannindi að þröngt mega sáttir sitja og lagði áherslu …

Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur í Borgarneskirkju miðvikudaginn 22. ágúst. Nemendur á yngsta stigi (1. – 4. bekkur) mæta kl. 10.00, nemendur á miðstigi (5. – 7. bekkur) kl. 10.40 og nemendur unglingastigs (8. – 10. bekkur) kl. 11.20. Að lokinni skólasetningu fara nemendur í skólann ásamt umsjónarkennurum til stuttrar samveru í bekkjarstofu og fá þá afhent gögn. Skólabíll innanbæjar …

Brautskráning frá GB

Ritstjórn Fréttir

Nítján nemendur voru brautskráðir frá Grunnskólanum í Borgarnesi þann 5. júní. Athöfnin, sem var hin hátíðlegasta, fór fram í Hjálmakletti. Í tilefni dagsins og 100 ára afmælis fullveldis klæddust Júlía skólastjóri og Kristín aðstoðarskólastjóri peysufötum sem Gréta Skúladóttir kennari saumaði. Marinó Þór Pálmason flutti ávarp af hálfu nemenda, Eiríkur Jónsson talaði fyrir hönd foreldra og Bergur Eiríksson söng og spilaði …

Stjórn Nemendafélags GB skólaárið 2018 – 2019

Ritstjórn Fréttir

Stjórn Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi skólaárið 2018 – 2019 hefur verið kjörin. Hana skipa þær Emma Sól Andersdóttir formaður, Elinóra Ýr Kristjánsdóttir varaformaður, Þórunn Sara Arnarsdóttir gjaldkeri, Elín Björk Sigurþórsdóttir ritari og Edda María Jónsdóttir meðstjórnandi. Stjórnin velur sjoppustjóra og tæknistjóra að hausti. Nemendaráð fundar að jafnaði einu sinni í viku með deildarstjóra unglingastigs og sér um að skipuleggja það …

Skólaslit í Skallagrímsgarði

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólanum í Borgarnesi var slitið þann 5. júní. 1. – 9. bekkir gengu fylktu liði frá skólanum niður í Skallagrímsgarð. Í garðinum og næsta nágrenni var farið í ýmsa leiki og boðið var upp á grillaðar pylsur og safa. Andrea Karitas Árnadóttir og Marija Kojic, sigurvegarar í söngvakeppni á miðstigi, fluttu lag og Júlía skólastjóri ávarpaði viðstadda. Loks fengu nemendur …

Skólaslit í Grunnskólanum í Borgarnesi

Ritstjórn Fréttir

Skólaslit eru tvískipt. Annars vegar eru skólaslit 1. – 9. bekkja og hins vegar 10. bekkjar. 1. – 9. bekkur Nemendur mæta við skólann kl. 10.00 þriðjudaginn 5. júní. Þaðan verður gengið í fylkingu niður í Skallagrímsgarð. Í fararbroddi verða nemendur úr 9. bekk og munu þeir slá trumbur. Þá fara nemendur í leiki sem þeir hafa valið sér – …

Aðalfundur Foreldrafélagsins

Ritstjórn Fréttir

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður haldinn þriðjudaginn 29. maí í skólanum og hefst kl. 20:15. Stjórn foreldrafélagsins hvetur foreldra og forsjáraðila til að mæta á fundinn. Foreldrafélagið er vettvangur foreldra til að ræða málefni skólans og barna sinna og til að vinna að ýmsum hagsmunamálum skólans. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Kosning fundarstjóra og ritara. 2. Skýrsla stjórnar kynnt. …

Á ferð og flugi

Ritstjórn Fréttir

Nú í síðustu viku skólaársins er ýmislegt gert til tilbreytingar. 6. bekkur fór í Safnahúsið á mánudag og skoðaði þar sýningarnar Börn í hundrað ár og ljósmyndasýningu Áslaugar Þorvaldsdóttur. Í dag, þriðjudag, fer 1. bekkur í heimsókn til Agnesar í Hundastapa og fær að skoða húsdýrin, 3. bekkur fer í Akrafjöru og 10. bekkur leggur af stað í 3. daga …

Opinn dagur – vorsýning

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 17. maí verður opinn dagur í grunnskólanum. Foreldrum og öðrum velunnurum skólans er þá boðið í heimsókn. Nemendur skólans kynna og sýna fjölbreytt verkefni sem þeir hafa unnið að í vetur. Að vanda verður 9. bekkur með kaffihús þar sem kaupa má ljúffengar veitingar. Allur ágóði af veitingasölunni rennur í ferðasjóð nemenda.

Háskólalestin í heimsókn í Borgarnesi

Ritstjórn Fréttir

Háskólalestin er nú á sínu áttunda starfsári en hún var sett á laggirnar á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Áhersla starfsmanna lestarinnar er á kynna vísindi á lifandi, skemmtilegan og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki og hefur lestin heimsótt á fjórða tug sveitarfélaga um allt land frá því að hún lagði upp í sína fyrstu ferð. Árleg maíreisa Háskólalestar Háskóla …