Flokkun og endurvinnsla

Allt sorp í skólanum er flokkað og sett í flokkunargáma; fyrir almennt sorp, plast og pappír og loks lífrænan úrgang. Leitast er við að endurnýta pappír eins og kostur er. Ýmis skemmtileg verkefni hafa verið unnin þar sem endurnýting er höfð að leiðarljósi og listaverk unnin úr hlutum og efni sem annars hefði verið fleygt. Umhverfisvæn hreinsiefni eru notuð við þrif.