Móttaka nýrra nemenda

Við komu nýrra nemenda þarf að huga að fjölmörgum hlutum. Strax og vitað er af komu þeirra þarf að fara að undirbúa viðtökubekkinn og kennara hans. Þeir sem undirbúa komu nemandans eru skólastjórnendur og umsjónarkennari viðkomandi bekkjar.

Þegar nemandi er skráður í skólann er beðið um upplýsingar til að skrá í Mentor og bakgrunnsupplýsingar, s.s. gengi í námi, greiningar, einkunnir ofl.

Skólastjóri skipar nemanda umsjónarkennara.

Umsjónarkennari undirbýr komu nýja nemandans. Hann skipuleggur m.a. vinateymi; að nemendur bekkjarins skiptist á að fylgja nýja nemandanum allan daginn. Ef nemandi hefur annað móðurmál en íslensku er líka lögð áhersla á fræðslu um land, menningu og fleira er tengist upprunalandi nemandans. Einnig er lögð áhersla á að allir læri að skrifa og bera fram nafn nýja nemandans.

Umsjónarkennari boðar nemanda og foreldra á fund og ef þörf er á er túlkur með á fundinum. Þar er farið yfir eftirtalin atriði:

  • Skóladagatal
  • Stundatafla
  • Mötuneyti – eyðublað
  • Nesti
  • Mjólk – eyðublað
  • Frímínútur
  • Íþróttir/sund
  • List- og verkgreinar
  • Forföll – leyfi
  • Tómstundaskóli
  • Skólabíll fyrir þá sem þess þurfa
  • Hefðir í skólanum

Farið í gönguferð um skólann og í umsjónarstofu, nemanda sýnd næsta snyrting, verkgreinastofur og íþróttahús.

Ef nemandi hefur annað móðurmál en íslensku velur umsjónarkennari í samvinnu við deildarstjóra og aðra kennara námsefni út frá þekkingu og áhugasviði.

Umsjónarkennari miðlar upplýsingum til annarra kennara, gangavarða og annarra starfsmanna.

Uppfært 08/2016