Lausn agamála

Brjóti nemandi reglur skólans, er málsmeðferð eftirfarandi:

  1. Viðkomandi starfsmaður ræðir við nemandann.
  2. Starfsmaður sem stendur nemanda að agabroti lætur umsjónarkennara vita og foreldra ef þurfa þykir.
  3. Umsjónarkennari fundar með viðkomandi starfsmanni (ef við á) og nemanda.
  4. Umsjónarkennari kallar forráðamenn og nemanda til viðtals með viðkomandi starfsmanni ef þurfa þykir.
  5. Umsjónarkennari og skólastjóri ræða við nemanda og forráðamenn.
  6. Umsjónarkennari vísar málinu til skólastjóra.
  7. Skólastjóri vísar málinu til Fræðslunefndar.

Mikilvægt er að á öllum stigum málsins séu málavextir skráðir í Mentor og forráðamenn upplýstir um gang mála.

Umsjónarkennari er lykilmaður í ferli agamála. Á öllum stigum málsins leitast hann við að upplýsa málið og leysa það. Hann getur leitað sér aðstoðar hjá skólastjórnendum og sérfræðingum skólaþjónustu.

Heimilt er að vísa nemendum úr tíma og skal þá vísa þeim til skólastjórnenda. Jafnframt er heimilt að útloka nemanda frá því að nota skólabíl verði hann uppvís að því að brjóta skólareglur í skólabílnum.

Komið geta upp aðstæður þar sem ekki er unnt að fara þessa leið til lausnar. Í grófum líkamsárásarmálum, skemmdarverkamálum og fleiri málum þar sem ætla má að kæra megi til lögreglu, er umsjónarkennara heimilt og rétt að vísa máli til skólastjóra skv. tölulið 6 í reglum þessum.

Grípa má til tímabundinnar brottvísunar úr skóla við ítrekuð eða alvarleg brot á skólareglum. Heimilt er að meina nemanda þátttöku í félagsstarfi og ferðalögum á vegum skólans af sömu ástæðu.

Uppfært 08/2016