Skýru mörkin og lausn agamála

Stefna skólans er að:

  • tryggja öryggi
  • hjálpa einstaklingum að læra af þeim mistökum sem þeir gera varðandi hegðun og samskipti
  • hjálpa þeim að líta í eigin barm og ná betri stjórn á eigin hegðun
  • styrkja þá í að  takast á við mistök sín á uppbyggilegan hátt

Hegðun er annars vegar ásættanleg og eðlileg og hins vegar óásættanleg. Þarna á milli er dregin marklína, sem við köllum skýru mörkin.

Æskileg og eðlileg hegðun

Nemandi mætir ávallt stundvíslega og vel undirbúinn í skólann, reiðubúinn til að takast á við verkefni dagsins. Hann gengur vel um skólann og sýnir sjálfum sér og öðrum virðingu með framkomu sinni, orðum og gjörðum.

Óæskileg hegðun

Nemendur mæta of seint, valda truflun, eru illa undirbúnir, ganga illa um og nota óviðeigandi orðbragð.

Tvær leiðir til að vinna með nemandanum

  • Uppbygging, fylla út uppbyggingaráætlun og ljúka málinu á staðnum án frekari eftirmála.
  • Viðurlög fara eftir broti en geta verið eftirfarandi:
    • Senda til umsjónarkennara/skólastjórnenda
    • Aðskilnaður frá bekk
    • Samband við foreldra
    • Fundur
    • Samningur
    • Senda heim

Skýr mörk – óásættanleg hegðun

Með óásættanlegri hegðun er átt við vísvitandi skemmdarverk, andlegt eða líkamlegt ofbeldi, vopnaburð og notkun ávana- og fíkniefna.

Viðbrögð við óásættanlegri hegðun

  • Viðkomandi skal ávallt vísað til umsjónarkennara/skólastjórnenda.
  • Haft er  samband við foreldra og nemandi sóttur.
  • Þegar nemandi kemur aftur er gerð uppbyggingaráætlun í samráði við foreldra/forráðamenn.

Uppfært 11/2021