Öryggis- og slysavarnir

Meginstefna

Allt starf sem skólinn stendur fyrir er unnið á eins öruggan hátt og unnt er. Starfsaðstaða nemenda og starfsfólks skal hönnuð og lagfærð með öryggi í huga.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Skólastjóri lætur fara fram úttekt á húsnæði skólans og skólalóð einu sinni á ári með tilliti til öryggis nemenda og starfsfólks.

Unnin verði aðgerðaáætlun í lok slíks mats.

Starfsfólk fari að jafnaði á skyndihjálparnámskeið þriðja hvert ár.
Allt starfsfólk sé upplýst um hvernig brugðist er við þegar slys ber að höndum.

Nemendur verði fræddir um ýmsar hættur og slysagildrur í umhverfi sínu og viðbrögð við þeim

Verklagsreglur: Viðbrögð við slysum

Minniháttar slys

Sá starfsmaður skóla sem kemur fyrstur á vettvang tekur að sér stjórn. Stjórn felst í því að sjá til þess að:

  • þeim slasaða sé sinnt.
  • kallað sé á utanaðkomandi hjálp ef þörf krefur.
  • nærstaddir séu róaðir.
  • ef þarf að fara með þann slasaða á heilsugæslu en ekki kallað á sjúkrabíl er það í verksviði skólastjórnenda (skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og / eða deildarstjórar).

Alvarleg slys

Sá starfsmaður sem kemur fyrstur á vettvang tekur að sér stjórn.
Stjórn felst í því að sjá til þess að:

  • slys sé tilkynnt í 112
  • þeim slasaða sé sinnt.
  • kallað sé á hjálp.
  • nærstaddir séu róaðir.
  • áfallaráð skólans er kallað saman

Þegar ró er komin á (sá slasaði farinn til sinna starfa eða á heilsugæslu):

  • Umsjónarkennari/skólastjóri/ritari látnir vita og þeir láta síðan forráðamenn viðkomandi nemenda vita.
  • Skólastjórnendur sjá til þess að slysaskráningarblað sé fyllt út.
  • Farið yfir staðreyndir málsins með starfsfólki.
  • Umsjónarkennari ræðir við og vinnur með nemendum ef þurfa þykir.

Rýming á skólanum

Ef þarf að rýma skólann t.d. vegna náttúrhamfara eða eldur kemur upp í skólanum er unnið eftir rýmingaráætlun skólans.

Hópslys

Ef hópslys á sér stað þar sem nemendur eða starfsfólk skólans eiga í hlut verður komið á fót fjöldahjálparstöð í skólanum. Þangað geta nemendur og aðstandendur leitað eftir upplýsingum.

Áfallaráð

Við skólann er starfandi áfallaráð. Ráðið er skipað skólastjórn hverju sinni og ritara skólans. Áfallaráð skipuleggur og framkvæmir sérstaka áætlun þegar fyrirfram skilgreind vá steðjar að skólanum, t.d. dauðsfall nemanda, kennara eða alvarlegt slys/sjúkdómur fyrrgreindra aðila. Áfallaráð fer með verkstjórn og styður kennara í aðhlynningu þeirra við nemendur. Það kallar til sérfræðinga ef þurfa þykir.

Í kjölfar slyss

  • Skólastjórnendur safna staðreyndum um slysið en ef slys verður í skólaferð sjá umsjónarmenn ferðarinnar um þann þátt og upplýsa skólastjórnendur jafnóðum um gang mála.
  • Skólastjórnendur kalla til aðstoðarmenn.
  • Skólastjórnendur eða aðrir aðstoðarmenn tilkynna forráðamönnum viðkomandi nemenda um atburðinn.
  • Fundur með kennurum og starfsfólki skóla þar sem farið er yfir staðreyndir málsins.
  • Skólastjóri / umsjónarkennari hefur samband við tengi-foreldra sem láta aðra foreldra í bekknum vita.
  • Aðstoðarmenn ásamt umsjónarkennara ræða við og vinna með nemendum í einstaka bekkjum sem tengjast málinu.

Uppfært 08/2020