Viðbrögð við áföllum

Við skólann er starfandi áfallaráð.  Áfallaráð skipuleggur og framkvæmir sérstaka áætlun þegar fyrirfram skilgreind vá steðjar að skólanum, t.d. dauðsfall nemanda, kennara eða alvarlegt slys/sjúkdómur fyrrgreindra aðila. Áfallaráð fer með verkstjórn og styður kennara í aðhlynningu við nemendur. Foreldrar/forráðamenn eru vinsamlega beðnir að snúa sér til skólastjórnenda ef þeir vilja koma boðum til ráðsins.

Hvað er áfall?

Orðabók Menningarsjóðs skilgreinir hugtakið á eftirfarandi hátt: Áfall; slys, tjón, mótlæti, þungbær reynsla eða sjúkdómur. Einstaklingurinn (börn og fullorðnir) upplifir ógnvekjandi vanmáttarkennd þar sem leiðir til úrbóta eru ekki fyrir hendi eða ekki augljósar.

Hlutverk áfallaráðs er að

  1. Hlúa að nemendum og starfsfólki sem verður fyrir áföllum.
  2. Sjá um að ákveðið ferli eigi sér stað (verkstjórn) við eftirfarandi atburði
    • slys á nemendum / starfsfólki í, eða til og frá skóla
    • slys í skólaferðalagi
    • dauðsfall nemanda / starfsmanns
    • náttúruhamfarir
  3. Útbúa / endurskoða áætlun um viðbrögð fyrir skólann.
  4. Kynna áætlunina fyrir starfsfólki.
  5. Gera foreldrum grein fyrir mikilvægi þess að skólinn fái vitneskju um allar þær breytingar sem verða á högum barns s.s. alvarleg veikindi, andlát eða annað sem hefur áhrif á líðan og hegðun barnsins.