Hlutverk mitt og þitt

Í skólanum hafa allir starfslýsingu en í henni felast mitt hlutverk og þitt hlutverk. Skólinn er fjölmennur vinnustaður; þar starfa saman nemendur, kennarar, ritari, húsvörður, þroskaþjálfar, stuðningsfulltrúar, starfsfólk í mötuneyti og stjórnendur. Starfsmenn og nemendur eru með ólík hlutverk en allir eiga að virða hlutverk annarra og fara eftir eigin hlutverki. Hlutverk kennara í skólanum eru til dæmis að skipuleggja kennslu, veita upplýsingar, hlusta, sýna áhuga, spyrja spurninga, fara yfir verkefni, þekkja þarfir nemenda og mæta á réttum tíma. Hlutverk nemenda er að mæta á réttum tíma, vera jákvæð og kurteis í tali, vinna verkefni sem lögð eru fyrir, hlusta á aðra, þora að takast á við ný verkefni, þekkja þarfir sínar og hafa umburðarlyndi gagnvart ólíkum þörfum. Með því að rækja hlutverk sín sýna starfsmenn og nemendur hvernig manneskjur þeir vilja vera og hvernig þeir vilja koma fram við aðra. Þegar allir fara eftir sínu hlutverki gengur skólastarfið vel.