Af hverju ég?

Af hverju ég? er hressandi og bráðfyndin saga fyrir krakka á öllum aldri.

Á yfirborðinu fjallar hún um Egil, 11 ára gamlan Borgnesing sem lendir í stöðugum vandræðum jafnt heima sem í skólanum. Undir niðri leynist þó dýpri saga um leit eftir nokkru sem allir þrá – vináttu.

Aðalsöguhetja Af hverju ég? er lauslega byggð á landnámsmanninum Agli Skallagrímssyni.

Á heimasíðu höfundar má nálgast námsefni og frekari upplýsingar um bókina.