Samkoma í íþróttamiðstöðinni

Ritstjórn Fréttir

Nemendur, starfsmenn og töluverður fjöldi forráðamanna kom saman í íþróttamiðstöðinni í tilefni litlu jólanna til að taka þátt í dagskrá litlu jólanna.

„Litlu jólin“

Ritstjórn Fréttir

Litlu jólin eru haldin hátíðleg í dag í skólanum. Dagurinn byrjaði á því að nemendur komu saman í stofum sínum og héldu s.k. stofujól.

Jólaföndur á miðstigi

Ritstjórn Fréttir

Í morgun hafa nemendur miðstigs verið í jólaföndri og hefur verið létt yfir mannskapnum. Töluvert margir foreldrar sáu sér fært að koma og föndra með börnum sínum og er það ákaflega ánægjulegt. Myndir frá morgninum er hér að finna. Mynd 1. Mynd 2. Mynd 3. Mynd 4.

Viðurkenningar fyrir reykleysi

Ritstjórn Fréttir

Árlega veitir Krabbameinsfélagið og Tóbaksvarnarnefnd 200 nemendum úr 9. og 10. bekk sérstakar viðurkenningar (armbandsúr) fyrir reykleysi. Þrír nemendur skólans fengu slíka viðurkenningu, þeir Valur Magnússon í 9B, Edda Bergsveinsdóttir 9B og Margrét Hildur Pétursdóttir 10.bekk. Er þeim óskað til hamingju.

Kynning á heimasíðu

Ritstjórn Fréttir

Nú er Þór Þorsteinsson frá Nepal að kynna fyrir nokkrum starfsmönnum skólans hið nýja heimasíðukerfi sem senn verður tekið í notkun. Eru þegar komnar fram margar góðar athugasemdir og ábendingar sem til bóta horfa.

Gjöf frá Búnaðarbankanum

Ritstjórn Fréttir

Útibú Búnaðarbankans í Borgarnesi gaf Grunnskóla Borganess tölvu til afnota í svokölluðu Námsskjóli. Námsskjólið er tilraunaverkefni sem formlega var komið á fót um miðjan nóvember síðast liðinn. Það er úrræði fyrir nemendur á unglingastigi sem eiga erfitt með að einbeita sér að námi inni í bekk Alls eru þar fjórir nemendur og byrja þeir daginn á að fara í þrek í íþróttahúsinu áður en bóklegt nám hefst. Kennslustundir þeirra eru

Þemavinna á miðstigi

Ritstjórn Fréttir

Í dag lýkur þemavinnunni sem verið hefur í gangi á miðstigi síðustu daga. Mikið hefur verið unnið og hafa nemendur orðið margs vísari um hjálparstarf og þætti sem tenngjast því. M.a. hefur farið fram fatasöfnun fyrir mæðrastyrksnefnd og jólagjöfum hefur verið pakkað til þess að gefa. Væntanlega birtist vefur um verkefnið hér á heimasíðunni innan tíðar.

Jólaföndur á yngsta stigi

Ritstjórn Fréttir

Nemendur á yngsta stigi hafa í morgun verið í jólaföndri ásamt starfsmönnum og sjálfboðaliðum úr hópi forráðamanna. Hefur verið gaman að fylgjast vinnunni hjá nemendum. – mynd 1, mynd 2.

Útvarp Óðal

Ritstjórn Fréttir

Nú eru hafnar útsendingar útvarps Óðals sem er árviss viðburður á aðventunni. Verður útvarpið starfsrækt fram á föstudagskvöld, en útvarpað er frá kl. 10 – 23. Er mikil fjölbreytni í dagskránni en nemendur hafa lagt á sig mikla vinnu, margir hverjir, til að gera þætti sína sem best úr garði. Útvarpið næst á FM 101,3 en einnig er hægt að hlusta frá heimasíðu Óðals.

Heimsókn í Rafheima

Ritstjórn Fréttir

Í dag eru 10. bekkingar í heimsókn í Rafheima, sem er kennslusafn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Þar kynnast nemendur ýmsum undrum rafmagnsins og kynna sér sögu rafmagns í landinu. Að lokinni kennslu í Rafheimum verður borðað í Kringlunni og síðan haldið heim á leið.