Litlu jólin

Ritstjórn Fréttir

Litlu jólin verða haldin hátíðleg í skólanum föstudaginn 20. des. Nemendur mæta á venjubundnum tíma í sínar heimastofur. Eiga þeir þar saman stund með umsjónarkennurum sínum en halda að því loknu niður í íþróttamiðstöð. Þar verður skemmtun fyrir alla og verður sungið, leikið og dansað. Áætlað er að skemmtuninni verði lokið um kl. 12. Allir þeir sem tök hafa á að mæta eru velkomnir.

Þemavika á miðstigi

Ritstjórn Fréttir

Næsta vika verður með óhefðbundnum hætti hjá miðstiginu. Verður unnið í hópum þvert á bekki og verður fjallað um hjálparstarf og fátækt. þessa daga verður kennt til kl. 13:30.

Fundur um vímuvarnir

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn 3. desember verður haldinn fræðslufundur um vímuvarnir í Óðali. Erindi flytur Magnús Stefánsson frá Marita samtökunum en hann er fyrrverandi fíkill. Einnig mætir fulltrúi frá lögreglunni og félagsmálastjóri Borgarbyggðar. Allir foreldrar nemenda í 8.-10. bekk eru hvattir til að mæta. Aðrir foreldrar að sjálfsögðu velkomnir. Þessi fundur er styrktur af Borgarfjarðardeild Rauða Krossins og hefst kl. 20.

FM-Óðal

Ritstjórn Fréttir

Þessa dagana eru nemendur, ásamt starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar Óðals að undirbúa sitt árlega jólaútvarp. Útvarp Óðal. Hafa nemendur og kennarar verið að undirbúa og taka upp bekkjarþætti núna í vikunni og hafa upptökur gengið vel. Útvarpið verður starfsrækt dagana 9. – 13 desember. Útvarpað er á FM 101,3.

7. bekkur frá Reykjum

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 7. bekkjar komu frá Reykjum um kl, 13:30 í dag. Hefur dvölin þar verið ákaflaga skemmtileg og að sögn kennara þeirra var hegðun þeirra og framkoma til mikillar fyrirmyndar. Það er ávallt gaman þegar nemendur vekja á sér athygli fyrir góða og skemmtilega framkomu. Það er góð kynning fyrir byggðarlagið.

Diskótek

Ritstjórn Fréttir

Diskótek verður haldið fyrir nemendur í 8.-10. bekk í Óðali í kvöld. Hefst það kl. 20:30 og stendur til kl. 24. Verður nemendum úr sveitinni séð fyrir skólaakstri.

Skólabúðir að Reykjum

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 7. bekkjar hafa dvalið við leik og störf í Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði alla þessa viku. Fregnir herma að dvölin hafi verið ánægjuleg og viðburðarík. Er hópurinn væntanlegur eftir hádegi í dag. Umsjónarkennarar bekkjanna þær Inga Margrét Skúladóttir og Elín Kristjánsdóttir hafa verið með nemendum sínum þessa viku.

Kynnisferð starfsmanna

Ritstjórn Fréttir

Allir starfsmenn skólans fóru í kynnisferð til reykjavíkur s.l. föstudag. megintilgangur fararinnar var að fara í heimsóknir í skóla og kynnast því sem verið er að gera annarsstaðar. Skipti starfsfólkið sér á fimm skóla og voru eftirtaldir heimsóttir: Foldaskóli, Korpuskóli, Selásskóli, Austurbæjarskóli og Álftanesskóli. Fengu allir hinar bestu mótttökur og var það hald manna að gagnsemi heimsóknarinnar væri mikil. Eftir er að vinna úr því sem þarna kom fram en

Skólanámskrá

Ritstjórn Fréttir

Nú er búið að setja inn allt efni skólanámskrárinnar sem gefin var út árið 2000. Er hún því aðgengileg hér á þessum vef. Senn hefst vinna við endurskoðun hennar því ýmsar upplýsingar eru orðnar úreltar og annað þarf að endurskoða í ljósi breyttra aðstæðna.

Norræna skólahlaupið

Ritstjórn Fréttir

Í morgun, kl. 10 tóku nemendur í 1.-4. bekk ásamt starfsmönnnum þátt í Norræna skólahlaupinu. Hlupu allir nemendur þessara bekkja 2,5 km. Að því loknu var farið í sund.