Góðar gjafir

Ritstjórn Fréttir

Undanfarið hafa skólabókasafninu borist afar góðar gjafir. Ýmsir hafa haft safnið í huga þegar þeir rekast á spennandi bækur. Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, Theresa Vilstrup Olesen, Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Helga Harðardóttir fá kærar þakkir fyrir að hafa komið færandi hendi. Þá bárust safninu tvö sett af nýrri heildarútgáfu Íslendingasagna sem gefin var út í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. …

Askjan mín

Ritstjórn Fréttir

Nú á dögunum lagði 8.bekkur lokahönd á skemmtilegt námsmatsverkefnið í stærðfræði. Verkefnið heitir Askjan mín og gekk verkefnið út á að hanna og búa til pappa öskju með opnanlegu loki, skreyta hana með flatarmyndum, reikna rúmmál öskjunnar og flatarmál flatarmynda. Unnu nemendur verkfnið í pörum og að sögn kennara gekk mjög vel og komu ýmsar útfærslur af öskjum. Verkefnið var …

Fávitar á bókasafninu.

Ritstjórn Fréttir

Bókasafninu barst bókagjöf frá samtökunum Hinsegin Vesturland. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti samtakanna, afhenti safninu bókina Fávitar og fjölbreytileikinn en samtökin stefna á að gefa öllum skólabókasöfnum á Vesturlandi eintak. Þetta er þriðja bók Sólborgar Guðbrandsdóttur þar sem hún vinnur að því að auka skilning almennings á fjölbreytileika samfélagsins. Bókin er aðgengilega, með stuttum og hnitmiðuðum texta og lýsandi myndum eftir …

Rithöfundur kom í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Síðastliðinn þriðjudag kom rithöfundurinn Bjarni Fritzson í heimsókn og hitti nemendur á miðstigi. Hann las upp úr nýjustu bók sinni um Orra óstöðvandi og einnig úr nýjustu bók sinnu um Sölku. Bjarni Fritzson hefur hlotið Bókaverðlaun barnanna síðastliðin þrjú ár fyrir bækur sínar um Orra óstöðvandi. Bjarni er þekktur fyrir sjálfstyrkingarvinnu sína með börnum og unglingum. Það má vel sjá …

Krufning og brjóstsykursgerð

Ritstjórn Fréttir

Í gær fór fram krufning í náttúrufræði hjá Hildi. Krufningin er gerð í tenglsum við námsefnið um mannslíkamann. Það var 9. bekkur sem reið á vaðið og fengu þau að skoða inn í hjörtu, lifur og nýru ásamt því að fá að blása í lungu. Á sama tíma á neðri hæð skólans fór fram allt önnur krufning. Þar voru stelpur …

Grunnskólinn leysir landfestar og heldur úr höfn.

Ritstjórn Fréttir

Síðasta mánuð er búið að vera vinna í framkvæmd á skólalóðinni sem margir hafa beðið spenntir eftir að ljúki. Það var svo loksins í dag sem hægt var að leysa landfestar og halda af stað úr höfn. Þrátt fyrir biðina og mikla spennu gagnvart komu skipsins þá hafa nokkrir nemendur leitað þeirra leiða að stunda hugleiðslu í frímínútunum. Þegar bjallan …

Bókasafnið

Ritstjórn Fréttir

Á bókasafni Grunnskólans er lagt kapp við að úrval nýrra og skemmtilegra bóka sé sem fjölbreyttast. Jólabókaflóðið er því alltaf kærkomið fyrir bókasafnið því þar leynast alltaf mikið af skemmtilegum barna- og unglingabókum. Það segir sig sjálf að bókasafnið getur ekki keypt allar þær bækur sem koma út fyrir jólin og reyna Ásta og Vesna bókasafnsverðir að vanda valið þegar …

Söngstund á miðstigi

Ritstjórn Fréttir

Í morgun, á degi íslenskrar tungu, var söngstund fyrir nemendur á miðstig. Voru lög á borð við „Vertu þú sjálfur“ og „Ég er furðuverk“ söngluð við góðar undirtektir starfsmanna og nemenda.