Vegna kórónaveirufaraldurs

Ritstjórn Fréttir

Því miður bjóða aðstæður í samfélaginu ekki upp á heimsóknir í skólann sem stendur. Starfsfólk er hvatt til að viðhafa og efla persónulegar sóttvarnir og muna handþvott og spritt og leiðbeina nemendum á þann veg. Gestakomur eru ekki leyfðar og foreldrar ættu hvorki að sækja börn sín inn í skólann né Frístund. Ef nauðsynlegt er að foreldrar eða aðrir gestir …

Nemendur GB gróðursetja á nýjan leik

Ritstjórn Fréttir

Fyrsta gróðursetning í framtíðarskógræktarsvæði í nágrenni við Borgarnes var 10. september 2020. Gróðursetningarfólk var úr 9. og 4. bekk Grunnskólans í Borgarnesi, alls um 70 manns. Laufey Hannesdóttir og Friðrik Aspelund tóku á móti hópnum og kenndu réttu handtökin. Svæðið er rétt vestan við flugvöllinn. Þarna voru lögð drög að nýjum Yrkjuskógi Grunnskóla Borgarness en áður hefur skólinn gróðursett í …

Ólympíuhlaupið

Ritstjórn Fréttir

Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi ætla að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ miðvikudaginn 9. september. Ólympíuhlaupið fer nú fram í skólum en það tók við af Norræna skólahlaupinu sem haldið hafði verið frá árinu 1984. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.  Að hlaupinu loknu fær hver …

Í berjamó er gaman

Ritstjórn Fréttir

Nemendur unglingastigs fóru á dögunum ásamt kennurum sínum í berjamó í Hafnarskógi. Tíndir voru um tíu lítrar af bláberjum en áætlað er að talsvert meira magn hafi ratað í munn og maga berjatínslufólks. Uppskeran verður svo sultuð í heimilisfræðitíma á næstunni.

Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Skólinn var settur í íþróttahúsinu mánudaginn 24. ágúst. Sólasetningin var með nokkuð óvenjulegu sniði eins og svo margt annað þessa dagana. Takmarka þurfti aðgang að íþróttahúsinu og því voru færri foreldrar og starfsmenn viðstaddir en venja er. Júlía Guðjónsdóttir, skólastjóri, bauð nemendur og starfsfólk velkomið til starfa. Hún greindi frá því að framkvæmdir við skólann hefðu gengið vel en væri …

Skólasafnið fær höfðinglega gjöf

Ritstjórn Fréttir

Skólasafnið fékk í morgun höfðinglega peningagjöf frá fyrrum nemendum skólans sem fæddir eru árið 1970. Fyrir hönd hópsins færðu þau Guðrún Helga Árnadóttir, María Guðmundsdóttir og Sigurður Halldórsson safninu 150 þúsund krónur. María hafði orð fyrir þeim og í máli hennar kom fram að í tilefni fimmtugsafmæla árgangsins hefðu skólasystkinin ákveðið að styrkja safnið í gamla skólanum sínum til bókakaupa. …

Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi

Ritstjórn Fréttir

Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi verður mánudaginn 24. ágúst kl. 10:00. Athöfnin fer fram í íþróttahúsinu. Að þessu sinni verður eingöngu foreldrum barna í 1. og 2. bekk boðið að vera viðstödd og aðeins eitt foreldri/aðstandandi með hverju barni. Við biðjum fólk að virða fjarlægðartakmarkanir og huga að sóttvörnum. Skólabíll fer frá Sandvíkinni kl. 9:45 og heim aftur að skólasetningu lokinni. …

Pólska

Ritstjórn Fréttir

Rozpoczęcie Roku Szkolnego w Szkole podstawowej w Borgarnes odbędzie się w poniedziałek 24 sierpnia o godz 10:00 w sali gimnastycznej (Miejski ośrodek wypoczynku i rekreacji ). Tym razem zaproszeni zostaną tylko rodzice/krewni dzieci z klas I i II ,ale tylko jeden rodzic / krewny z każdym dzieckiem. Prosimy wszystkich o przestrzeganie ograniczeń dotyczących odległości i zwracanie uwagi na kontrolę zakażeń. …

Stjórn nemendafélagsins 2020 – 2021

Ritstjórn Fréttir

Stjórn nemendafélagsins fyrir skólaárið 2020 – 2021 hefur verið valin. Stjórnina skipa Elva Dögg Magnúsdóttir formaður, Valborg Elva Bragadóttir varaformaður, Edda María Jónsdóttir gjaldkeri og Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir ritari. Meðstjórnendur eru Eyrún Freyja Andradóttir og Guðjón Andri Gunnarsson. Tæknistjórar eru Atli Freyr Ólafsson og Örn Einarsson. Tilgangur nemendafélagsins er að efla félagslegan áhuga nemenda, stuðla að félagsstarfi í skólanum og standa …