Skólaslit.

Ritstjórn Fréttir

S K Ó L A S L I T 6. júní 2023 1.- 9. bekk Við hefjum leika upp í skóla kl. 09:00. Skólabíll fer úr Sandvík kl. 08:40. Við skólann safnast nemendur saman og farið verður í skrúðgöngu niður í Skallagrímsgarð. Þar fara nemendur í leiki og að því loknu verður grillað. Nemendur þurfa að vera búnir eftir veðri. …

Umhverfisdekur

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í miðstigsvalinu umhverfisdekur hafa ekki setið auðum höndum síðustu vikur. Þeir hafa unnið ýmis verkleg verkefni tengd grænfánanum þar sem nemendur hafa m.a. búið til baðbombur, kaffiskrúbb, ýmsa varaskrúbba, handsápur og kerti bæði úr paraffín vaxi og soja vaxi. Þar sem bæði voru notaðir kerta afgangar og nýtt vax til að steypa kerti. Nemendur lærðu sömuleiðis um mikilvægi þess …

Árshátíð

Ritstjórn Fréttir

Fjölmennt var á árshátíð grunnskólans sem fram fór 31. mars. Talið er að rúmlega 460 manns hafi sótt sýningarnar tvær. Auk þess komu nær allir nemendur grunnskólans að sýningunum með einum eða öðrum hætti. Það var stórkostlegt að sjá hversu vel unga fólkið skilaði sínu . Allur ágóði af sýningunum rennur í ferðasjóð nemenda.  

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Ritstjórn Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi var haldin í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit þann 16. mars sl. Alls tóku 13 nemendur úr Auðarskóla, Heiðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólanum í Borgarnesi þátt. Upplestrarkeppnin er ekki keppni í venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni þar sem höfuðáhersla er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af og fái þjálfun í upplestri og framsögn. Emelía …

Bókaverðlaun barnanna 2023

Ritstjórn Fréttir

  Á skólabókasafninu þessa dagana er börnum á aldrinum 6-12 ára boðið að kjósa uppáhalds barnabækur ársins. Velja má eina til þrjár bækur sem hafa þótt skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. Nemendur geta fyllt út kjörseðil á bókasafninu. Kosning hófst miðvikudaginn 13. mars og stendur til 24. mars. Heppinn vinningshafi verður dreginn út eftir páska. Vinningshafi …