9. bekkur í sóttkví

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 9. bekkjar hafa ásamt umsjónarkennurum sínum og öðrum ungmennum af Vesturlandi dvalið Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni frá því á mánudag. Til stóð að hópurinn kæmi heim í dag en vegna COVID smits sem upp kom í búðunum voru allir sendir heim á fimmtudagskvöld. Hópurinn verður í sóttkví til miðvikudagsins 27. október og fer þá í sýnatöku. „Okkur þykir alveg …

Dagskrá smiðjuhelgar

Ritstjórn Fréttir

Valgreinum í unglingadeild er mætt að einhverju leyti með smiðjuhelgum. Nemendur eru einum tíma skemur á viku í skólanum en viðmið gera ráð fyrir en vinna þess í stað svokölluðum smiðjum eina helgi á önn. Smiðjurnar verða því haldnar tvisvar sinnum á skólaárinu, fyrir og eftir áramót. Á smiðjuhelgi er boðið uppá sjö námskeið og raðar nemandi námskeiðunum í röð …

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ritstjórn Fréttir

Nemendur grunnskólans í Borgarnesi hlaupa í dag hið árlega Ólympíuhlaup ÍSÍ. Með Ólympíuhlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna í landinu til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur hlaupa í dag ýmist  2,5  eða 5 km.  Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá …

Vinabekkir planta birki

Ritstjórn Fréttir

Í morgun var gróðursett öðru sinni í framtíðarskógræktarsvæði grunnskólans í nágrenni Borgarness, rétt vestan við flugvöllinn.  Fyrsta gróðursetning þar var 10. september 2020. Gróðursetningin er vinabekkjaverkefni 4. og 9. bekkja.  Þarna mun vaxa og dafna nýr Yrkjuskógur Grunnskóla Borgarness en áður hefur skólinn gróðursett í landi Borgar. Ríflega 200 birkiplöntur voru gróðursettar að þessu sinni. Grunnskólinn í Borgarnesi gerði árið …

Lærdómsrík og skemmtileg dvöl í skólabúðum

Ritstjórn Fréttir

Um árabil hafa nemendur í 7. bekkjum átt þess kost að dvelja í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði. Vegna alheimsfaraldursins varð að hætta við dvölina á síðasta skólaári – eins og reyndar svo margt annað.  Nemendur 8. bekkjar dvöldu því ásamt umsjónarkennurum sínum í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði dagana 27. sept – 1. okt.  Þar var starfað og leikið …

8. bekkur í skólabúðum á Reykjum

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 8. bekkjar héldu í gærmorgun af stað norður í Hrútafjörð en þeir munu verja þessari viku við leik og störf í skólabúðum á Reykjum. Með þeim í för eru kennararnir Bjarney Bjarnadóttir, Dagmar Harðardóttir og Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir. Í skólabúðunum er lögð áhersla á eftirfarandi uppeldis- og félagsleg markmið og að því stefnt: að auka samstöðu og efla samvinnu …

Nemendur og kennarar hrifust af Vlogginu

Ritstjórn Fréttir

Í morgun var Vloggið eftir Matthías Tryggva Haraldsson sýnt í Hjálmakletti. Verkið, sem er er skrifað sérstaklega fyrir Þjóðleikhúsið, verður í vetur sýnt á hátt í 20 stöðum á landsbyggðinni fyrir nemendur elstu bekkja grunnskóla. Björn Ingi Hilmarsson leikstýrir verkinu. Persónur verksins eru tvær, Konráð og Sirrý, en með hlutverk þeirra fara Þórey Birgisdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson. Verkið er …

Kvenfélag Borgarness styrkir skólasafnið

Ritstjórn Fréttir

Fyrir skömmu færði Kvenfélag Borgarness skólasafninu 75 þúsund krónur að gjöf til þess að kaupa bækur á pólsku. Á myndinni má sjá hluta þeirra bóka sem keyptar voru. Útsöluverð bókanna er meira en helmingi lægra en sömu bóka í íslenskri þýðingu. Bókakostur skólasafnsins á pólsku hefur því aukist til muna en á annan tug pólskumælandi barna stundar nú nám við …

Ofurbekkjaleikar

Ritstjórn Fréttir

Hinir árlegu ofurbekkjaleikar voru háðir í á íþróttavellinum í dag. Á ofurbekkjaleikunum keppa nemendur á unglingastigi í ýmsum íþróttagreinum og eru það árgangar sem eigast við. 10. bekkur bar sigur úr býtum að þessu sinni, 8. bekkur varð í öðru sæti og þriðja sætið féll í hlut 9. bekkjar. Keppnin var jöfn og æsispennandi.

Nemendum fjölgar á ný

Ritstjórn Fréttir

Skólastarf er nú hafið af fullum krafti. Nemendur eru 316 og hafa ekki verið fleiri um árabil. Aðrir starfsmenn eru 64. Kennt er í flestum krókum og kimum, meðal annars í alrými á yngsta stigi og á skólasafni. Innan tíðar verður tekin í notkun útikennslustofa á skólalóðinni. Einn nýr kennari, Sigrún Sigurðardóttir, tók til starfa við skólann í haust og …