Brautskráning nemenda

Ritstjórn Fréttir

45  nemendur voru brautskráðir frá Grunnskólanum í Borgarnesi þann 3. júní við hátíðlega athöfn í  Hjálmakletti. Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri stýrði athöfninni og brautskráði nemendur ásamt Kristínu Maríu Valgarðsdóttur deildarstjóra. Hafdís Brynja Guðmundsdóttir flutti ávarp fyrir hönd foreldra, Valborg Elva Bragadóttir fyrir hönd nemenda og umsjónarkennarar 10. bekkjar Amelía Christine Gunnarsdóttir og Haraldur Már Stefánsson töluðu af hálfu kennara. Dagbjört Rós …

Skólaslit og ný stjórn nemendafélags

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólanum í Borgarnesi var slitið í dag. Að venju var fyrst farið í ýmsa útileiki og allir fengu grillaðar pylsur og Svala. Þá var safnast saman fyrir framan sviðið í Skallagrímsgarði og bekkirnir stilltu sér upp hver í sínu lagi. Elín Ásta Sigurðardóttir, nemandi í 9. bekk, söng einsöng. Kristín María Valgarðsdóttir, deildarstjóri, greindi frá úrslitum í kjöri nýrrar stjórnar …

Skólaslit og brautskráning nemenda

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 3. júní næstkomandi verður skólanum slitið og nemendur 10. bekkjar brautskráðir.  Nemendur  1.  – 9. bekkja mæta við skólann kl. 9.00 og ganga fylktu liði í Skallagrímsgarð. Þar verður nemendum skipt í hópa; farið verður  í leiki og boðið upp á grillaðar pylsur. Kl. 10.30 fara bekkirnir í raðir í garðinum; leikin verður tónlist og nýkjörin stjórn nemendafélagsins kynnt. …

Brúarsmíði

Ritstjórn Fréttir

Meðal verkefna sem voru til sýnis á opnum degi var brúarsmíði 8. bekkjar. Nemendur spreyttu sig á brúarsmíði á haustönn undir leiðsögn Önnu Sigríðar Guðbrandsdóttur myndmenntakennara. Í upphafi fengu þeir kynningu á brúm og tilurð þeirra víðsvegar um heiminn. Markmið verkefnisins voru m.a. að þróa og kynnast mismunandi aðferðum við sköpun og að prófa sig áfram við notkun fjölbreyttra miðla; …

Fjölmenni á opnum degi

Ritstjórn Fréttir

Fjölmenni sótti skólann heim á opnum degi þann 11. maí sl. Nemendur og kennarar sýndu skólann og kynntu starfið sem þar fer fram. Foreldrar og aðrir velunnarar hlýddu líka á söng 1. bekkjar við undirleik Önnu Sólrúnar tónmenntakennara og gæddu sér á gómsætum veitingum í kaffihúsi 9. bekkjar. Fjölbreyttur varningur sem framleiddur var í nýsköpunarverkefni 9. bekkjar vakti mikla athygli …

Samsöngur á vordögum

Ritstjórn Fréttir

Efnt var til samsöngs í sal skólans í tilefni af vordögum. Nemendur yngsta stigs annars vegar og miðstigs hins vegar komu saman á sal ásamt kennurum sínum og sungu nokkur lög við undirleik Önnu Sólrúnar Kolbeinsdóttur tónmenntakennara. Svo vel tókst til að hugmyndir eru nú uppi um að gera samsöng að reglulegum lið í skólastarfinu. Upptökur frá samsöngnum má finna …

Opið hús 11. maí

Ritstjórn Fréttir

Opið hús verður í skólanum miðvikudaginn 11. maí næstkomandi frá klukkan 10.00 – 14.00. Foreldrar og aðrir velunnarar skólans eru boðnir velkomnir til að skoða skólann og kynna sér starfið.  9. bekkur mun opna kaffihús og bjóða ljúffengar veitingar til sölu. Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.

Birta Rún og Einar Jósef í Frímó

Ritstjórn Fréttir

Þau Birta Rún Guðrúnardóttir og Einar Jósef Flosason tóku á dögunum þátt í spurningakeppninni Frímó í KrakkaRÚV. Þau voru rækilega studd af nokkrum bekkjarsystkinum sínum úr 4. bekk sem fengu að fylgjast með keppninni ásamt yngri systur Einars. Skemmst er frá því að segja að bæði liðin stóðu sig með prýði en þau Birta og Einar fóru með sigur af …

Bál tímans – list fyrir alla

Ritstjórn Fréttir

Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur og Eva María Jónsdóttir starfsmaður Árnastofnunar hittu nemendur 4. – 7. bekkja í dag. Markmið heimsóknar þeirra var að kynna skinnhandritin okkar gömlu fyrir nemendum. Þær ræddu um efni handritanna og gerð þeirra, hverjir skrifuðu þau, hvernig þau varðveittust og hvaða þýðingu þau hafa í samtímanum. Arndís las úr bók sinni Bál tímans sem er söguleg skáldsaga …

Fjölsótt árshátíð

Ritstjórn Fréttir

Fjölmennt var á árshátíð grunnskólans sem fram fór miðvikudaginn 6. apríl sl. Talið er að rúmlega 400 manns hafi sótt sýningarnar tvær. Auk þess komu nær allir nemendur grunnskólans að sýningunum með einum eða öðrum hætti. Það var stórkostlegt að sjá hversu vel unga fólkið skilaði sínu þrátt fyrir mikil skakkaföll og óvæntar uppákomur. Helst voru það mikil veikindi meðal …