Skipulag að loknu páskaleyfi

Ritstjórn Fréttir

Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 14. apríl. Þar sem samkomubann verður þá enn í gildi verður nokkur röskun á skólastarfi. Kennt verður í hópum sem eru innan við 20 manns. Gert er ráð fyrir að nemendur 1. – 3. bekkjar komi í skólann daglega og hugsanlega mun þurfa að skipta 1. og 3. bekk í hópa. Nemendur á miðstigi eru …

Tími til að lesa – stefnum að heimsmeti!

Ritstjórn Fréttir

Í dag hefst, á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, lestrarverkefni fyrir börn og fullorðna. Allir eru hvattir til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Barna- og ungmennabókahöfundurinn Gunnar Helgason er sérstakur talsmaður verkefnisins sem kallast Tími til að lesa. Heitið vísar í aðstæðurnar sem við búum við um þessar mundir, þar sem margir hafa meiri tíma …

Skipulag næstu viku

Ritstjórn Fréttir

Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri sendi í dag bréf til foreldra og forráðamanna þar sem hún fer yfir skipulag næstu viku sem jafnframt verður síðasta kennsluvika fyrir páskafrí. Í bréfinu kemur fram að skólastarfið hafi gengið vel þær tvær vikur sem af eru samkomubanni. Þunginn í kennslunni hefur færst úr skólastofunni og fer hún nú  fram með ýmsum hætti s.s. í gegnum …

Fjarvinna gengur vel

Ritstjórn Fréttir

Tæknin kemur heldur betur að góðum notum í skólastarfinu um þessar mundir. Dagmar Harðardóttir og Bjarney Bjarnadóttir umsjónarkennarar í 6. og 7. bekk greina frá því að nemendur eru nú komnir með aðgang að Office pakkanum og eru farnir að skila inn verkefnum með rafrænum hætti. Nemendur spjalla við kennara að heiman með aðstoð Teams hugbúnaðarins og mæta líka á …

Bréf til skólastjórnenda, kennara og foreldra.

Ritstjórn Fréttir

Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir sendu þann 24. mars bréf til skólastjórnenda, kennara og foreldra. Efni þess er skólaganga barna á tímum COVID-19 faraldursins.  Í bréfinu, sem hér fylgir á eftir, er áréttað mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi.

Gott skipulag

Ritstjórn Fréttir

Skólastarfið gekk að óskum í dag. Unnið var eftir fyrirkomulagi sem kennarar og starfsfólk setti upp í gær og virkaði það ágætlega. Öllum árgöngum var skipt í tvo hópa og mætti helmingur nemenda í skólann í dag og svo koma hinir á morgun. Snæbjörn, sem ræður ríkjum í mötuneytinu, hrósar nemendum sérstaklega fyrir umburðarlyndið. Nú gengur nefnilega hægar að gefa …

Skólastarf næstu daga

Ritstjórn Fréttir

Í dag stendur yfir skipulagning á skólastarfinu á meðan á samkomubanni stendur. Við höfum ákveðnar leiðbeiningar sem okkur ber að fara eftir. Þessar leiðbeiningar snúa aðallega að hópastærð og þrifum. Hópar mega ekki telja fleiri en 20 börn og skal forðast eins og unnt er að  hóparnir blandist á skólatíma. Í Grunnskólanum í Borgarnesi verður árgögnum skipt í upp fyrst …

Stóra upplestrarkeppnin

Ritstjórn Fréttir

Upplestrarhátíð var haldin í 7. bekk þann 12. mars sl. Þar voru valdir fulltrúar skólans sem taka munu þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi. Ernir Daði Sigurðsson, Guðjón Andri Gunnarson og Ásdís Lind Vigfúsdóttir verða fulltrúar skólans og varamaður er Magnús Máni Róbertsson. Fyrirhugað var að halda lokahátíðina á Varmalandi þann 26. mars en vegna samkomubanns verður henni frestað …

Mánudagur 16. mars – starfsdagur

Ritstjórn Fréttir

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga. Það felur meðal annars í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið.  Markmið með takmörkun skólastarfs er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19. Takmörkun á skólastarfi tekur gildi á miðnætti 16. mars og gildir til miðnættis þann 12. apríl. Yfirvöld munu endurmeta þörf á …

Nemendur GB gerðu það gott í stærðfræðikeppninni

Ritstjórn Fréttir

Úrslit í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi hafa verið birt. Keppnin fór að vanda fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands og óhætt er að segja að nemendur okkar hafi staðið sig með miklum sóma.  Í 8. bekk varð Marijonas Varkulevicius í 1. sæti og Ágúst Davíð Steinarsson í 2. sæti og Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir hafnaði í 4-10. sæti.  Díana Dóra Bergmann Baldursdóttir hreppti …