Ljósin tendruð á jólatrénu

Ritstjórn Fréttir

Nemendur fyrsta bekkjar grunnskólans fengu þann heiður að tendra ljósin á jólatrénu í Skallagrímsgarði í byrjun aðventu. Vegna aðstæðna var ekki hægt að halda hefðbundna samkomu á fyrsta sunnudegi í aðventu í garðinum og því brugðið á það ráð að bjóða fyrstubekkingum að hefja skólavikuna með því að kveikja ljósin á þessu glæsilega tré. Nemendur höfðu gaman af og tóku …

Nemendur gengu til góðs

Ritstjórn Fréttir

Segja má að nemendur og kennarar í 8.-10. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi hafi slegið tvær flugur í einu höggi á dögunum. Þau gengu eina mílu eða 1.6 kílómetra daglega frá 9. til 17.nóvember, sér til heilsubótar, og söfnuðu um leið áheitum fyrir Vinasetrið. Mílan er verkefni að skoskri fyrirmynd sem heitir The Daily Mile og taka um 5000 skólar …

Nú styttist í jólaútvarpið

Ritstjórn Fréttir

Nú styttist í hið árlega jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi, Útvarp Óðal 101,3, sem  verður sent út frá Óðali vikuna 7.– 11. desember n.k. Upptökur á þáttum nemenda á yngsta- og miðstigi standa nú yfir og fara fram í nýrri tónmenntastofu skólans. Nemendur á unglingastigi senda sína þætti út í beinni útsendingu.  Útvarp Óðal hefst kl. 10:00 mánudaginn 7. desember …

Breyttar takmarkanir vegna sóttvarna

Ritstjórn Fréttir

Nýjar takmarkanir vegna sóttvarna taka gildi í dag, miðvikudaginn 18. nóvember og gilda þær til 1. desember.  Grunnskólum er nú heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks. Einnig mega fullorðnir ekki vera fleiri en tíu í sama rými. Í bréfi Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra til foreldra kemur meðal annars fram: Nemendur …

Skólahandbók á pólsku

Ritstjórn Fréttir

Skólahandbók Grunnskólans í Borgarnesi hefur nú verið þýdd á pólsku. Í henni er að finna upplýsingar um hvaðeina sem viðkemur skólastarfinu.

Jólaútvarpsfólk fær góðan gest

Ritstjórn Fréttir

Undirbúningur fyrir hið árlega jólaútvarp grunnskólans er nú að hefjast. Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100 mætti í íslenskutíma í 10. bekk með hjálp Teams fjarfundabúnaðarins. Kristín, sem er innfæddur Borgnesingur og fyrrum nemandi í GB, ræddi við nemendur um starfið í útvarpinu og hvernig þátttaka í jólaútvarpinu forðum hefur nýst henni í starfi. Þá svaraði Kristín spurningum nemenda og …

Skóli fellur niður mánudaginn 16. nóvember

Ritstjórn Fréttir

Undanfarnar vikur hefur fyrirtækið Veitur unnið að lagfæringum á lagnakerfi í Borgarnesi með tilheyrandi röskun fyrir íbúa og fyrirtæki. Skólinn hefur fengið tilkynningu frá Veitum um að lokað verði fyrir heita vatnið í skólanum mánudaginn 16. nóvember. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu þarf að loka skólanum þennan dag þar sem ekki verður unnt að viðhafa viðunandi sóttvarnir á meðan á …

Nemendur láta gott af sér leiða

Ritstjórn Fréttir

Sunnudagurinn 8. nóvember er dagur gegn einelti. Nemendur og kennarar á unglingastigi sem taka þátt í Mílunni, sem hefst 9. nóvember,  vilja láta gott af sér leiða og styrkja börn sem eiga af einhverjum ástæðum undir högg að sækja. Þau hafa ákveðið safna áheitum fyrir Vinasetrið sem er heimili og vettvangur fyrir börn sem þurfa á stuðningi að halda. Tilgangur …

Mílan

Ritstjórn Fréttir

Nemendur og kennarar í 8.-10. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi stefna á að ganga allavega eina mílu eða 1.6 kílómetra daglega frá 9. til 17.nóvember. Mílan er verkefni að skoskri fyrirmynd sem heitir The Daily Mile og taka um 5000 skólar víðsvegar um heim þátt í verkefninu. Ávinningur af þessari einföldu leið er ótvíræður; nefna má betri líðan, aukið sjálfstraust, …

Næstu dagar

Ritstjórn Fréttir

Mikil áhersla er lögð á að sem minnst röskun verði á skólastarfi á þessum óvenjulegu tímum og að nemendum líði vel í skólanum.  Óhjákvæmilegt hefur þó reynst að gera nokkrar breytingar frá hefðbundinni dagskrá. Þar til fyrirmæli yfirvalda verða milduð þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga: Ekki verður unnt að bjóða upp á morgunverð í skólanum. Ávaxtastundin færist úr …