Nýsköpun í list- og verk

Ritstjórn Fréttir

Síðan á haustmánuðum hafa nemendur í 9. bekk unnið tilraunaverkefni í list- og verkgreinum undir merkjum nýsköpunar. Verkefnið fólst í því að hanna vöru og fullvinna. Þurftu nemendur að ákveða hvernig vöru þeir gátu hugsað sér að framleiða, hanna síðan vöruna, umbúðir og vörumerki. Það er í mörg horn að líta í verkefni sem þessu og vandamál sem finna þarf …

Skólahald til 15. apríl

Ritstjórn Fréttir

Við höfum aðlagað okkur að nýrri reglugerð yfirvalda um skólahald og tekur skólastarf til 15. apríl mið af eftirfarandi.  Nemendur mega að hámarki vera 50 í hóp en það þýðir að ekki þarf að skipta upp árgöngum. Morgunmatur fellur niður en boðið verður upp á ávexti í bekkjarstofum. Nemendur fara í hópum í hádegismat, í flestum tilfellum með bekkjarfélögum, en …

Ný reglugerð

Ritstjórn Fréttir

Ný reglugerð hefur litið dagsins ljós og nú lítur út fyrir að skólar geti opnað þriðjudaginn 6. apríl án mikilla takmarkana. Stjórnendur skólanna í Borgarbyggð hafa fundað um stöðuna. Aðstandendur nemenda eru beðnir um að fylgjast vel með tölvupósti um helgina ef eitthvað kynni að breytast. Nú er gert ráð fyrir takmörkunum á starfi grunnskóla eins og hér segir: Nemendur …

Skólastarfi frestað

Ritstjórn Fréttir

Skólastarf í grunnskólum fellur niður fram að páskum. Gert er ráð fyrir að það verði með óhefðbundnum hætti um tíma að loknu páskafríi. Upplýsingar verða sendar forráðamönnum nemenda um leið og þær liggja fyrir.

Förðunarmeistarar að störfum

Ritstjórn Fréttir

Nú styttist í fyrstu sýningu unglingadeildarinnar á Latabæ en nemendur hafa að undanförnu unnið hörðum höndum að undirbúningi. Þeir sjá um bókstaflega allt sem lýtur að sýningunni; leikmynd, ljós, hljóð, búninga, förðun o.s.frv.  Sköpunarkraftur og gleði hafa sannarlega sett mikinn svip á skólastarfið. Á myndunum má sjá förðunarmeistara gera leikendur klára fyrir stóru stundina.

Stóra upplestrarhátíðin á Vesturlandi

Ritstjórn Fréttir

Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk lauk formlega á Vesturlandi þann 18. mars með upplestrarhátíð í Laugargerðisskóla. Þar komu saman, auk heimamanna, fulltrúar Grunnskólans í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Auðarskóla og Heiðarskóla en hver skóli valdi tvo til þrjá fulltrúa til þátttöku. Dómnefnd skipuðu Jón Hjartarson, fulltrúi Radda og Branddís Margrét Hauksdóttir. Í ár var keppnin  haldin í 25. sinn og fram …

Árshátíð með breyttu sniði öðru sinni

Ritstjórn Fréttir

Undirbúningur árshátíðar skólans er nú hafinn. Þrátt fyrir kórónaveirufaraldur og takmarkanir sem honum fylgja láta nemendur ekki hugfallast og æfa nú fjölbreytta dagskrá af miklum krafti. Því miður verður ekki hægt, rétt eins og fyrir ári, að bjóða gestum á árshátíðina en sýningarnar verða teknar upp og myndband verður gert aðgengilegt fyrir foreldra og forráðamenn eftir páska. Æfingar í sal …

Morgunjóga á yngsta stigi

Ritstjórn Fréttir

Síðustu þrjár vikur hefur Elín Matthildur Kristinsdóttir velferðarkennari boðið upp á  mjúkt morgunjóga fyrir yngsta stigið í upphafi skóladags. Jógamínúturnar eru á miðrými yngsta stigs frá kl. 8:10-8:20. Þátttaka er svo góð að nauðsynlegt reyndist að skipta morgnunum milli bekkja. Eftir páskafrí verður svo kannað hvort eftirspurnin heldur áfram og hvort hægt verði að bjóða bekkjum að koma oftar en …

Upplestrarhátíð í 7. bekk

Ritstjórn Fréttir

Upplestrarhátíð í 7. bekk var haldin þann 10. mars í Grunnskólanum í Borgarnesi og var þetta fyrsti viðburðurinn sem haldinn er í nýjum samkomusal skólans. Þar voru valdir þrír nemendur sem munu, síðar í mánuðinum, taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Vesturlandi. Það var ekki auðvelt hlutskipti dómara að velja fulltrúa skólans þar sem allir þátttakendur stóðu sig með …

Óskilamunir

Ritstjórn Fréttir

Mikið af óskilamunum hefur safnast fyrir í skólanum á skólaárinu. Aðallega er um að ræða fatnað; húfur, vettlinga, íþróttaföt og þess háttar. Þetta liggur nú á sviðinu í salnum og eru foreldrar og börn hvött til að nálgast eigur sínar þar. Hluta af fatnaðinum má sjá á meðfylgjandi mynd.