Réttarferð

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 19. sept. fara nemendur 6. og 7. bekkjar í réttarferð. Farið verður í Þverárrétt og lagt verður af stað kl. 8:15. Heimkoma er áætluð um kl. 13. Nú er bara að klæða sig eftir veðri og hafa með sér nesti.

Úrslit frá frjálsíþróttamóti

Ritstjórn Fréttir

Nú er hægt að skoða úrslit frá frjálsíþróttamótinu sem haldið var í Borgarnesi 13. sept. s.l. Hér öttu kappi nemendur 4.-10. bekk samstarfsskólanna á Vesturlandi en jafnframt var keppt í sundi. Til að sjá úrslitin þarf að fara inn á www.fri.is og velja þar „mótaforrit“ Þá er hægt að velja annars vegar úrslit í 4.-6. bekk og hins vegar úrslit í 7. – 10. bekk.

Heilsugæsla í skólanum

Ritstjórn Fréttir

Heilsugæslu í grunnskólum héraðsins er sinnt af Heilsugæslunni í Borgarnesi.Ónæmisaðgerðir í skólum fara eftir leiðbeiningum landlæknis.Skólaskoðanir veturinn 2004-2005 verða eftirfarandi: 1. bekkur. Mæld hæð,þyngd, sjón, heyrn(ef þurfa þykir) og litskyn.2. bekkur. Mæld sjón.4. bekkur. Mæld hæð, þyngd og sjón.7. bekkur. Mæld hæð, þyngd og sjón.9. bekkur. Mæld hæð, þyngd, sjón, heyrn og læknisskoðun. Hjúkrunarfræðingar sjá um skoðanir og annað eftirlit samkvæmt tillögum landlæknis.Hjúkrunarfræðingar bjóða upp á viðtalstíma fyrir nemendur á

Sparisjóður Mýrasýslu gefur tölvur

Ritstjórn Fréttir

Sparisjóður Mýrasýslu hefur gefið skólanum tvær tölvur til kennslu. Koma þær í góðar þarfir því nokkrir nemendur þurfa nauðsynlega á því að halda að vinna á góðar tölvur. Leysa þær því aðrar af hólmi sem eru orðnar gamlar og úr sér gengnar. Starfsfólk skólans þakkar Sparisjóðnum gjöfina og fyrir þann góða hug sem hann sýnir með þessum hætti.

Foreldravefur

Ritstjórn Fréttir

Í haust mun skólinn taka í notkun nýtt eða verulega endurbætt nemendaskráningarkerfi, kallað Mentor. Vefsíða www.mentor.is. Er þetta miðlægt vefkerfi og aðgangsstýrt. Því gefst forráðamönnum kostur á því innan skamms að tengjast þessu kerfi heiman að frá sér og geta þeir þá fylgst enn betur með framgangi nemenda í skólanum og því sem þar er að gerast. Því verður upplýsingum um netföng safnað saman bráðlega og ekki síðar en á

Uppbyggingarstefnan

Ritstjórn Fréttir

Starfsfólk skólans hefur í nú í upphafi skólaárs kynnt sér hugmyndafræði s.k. uppbyggingarstefnu með tilliti til þess að fara að vinna markvisst í anda hennar. Uppbyggingarstefna (Restitution) í skólastarfi er hugmyndakerfi sem í felst bæði aðferð og stefnumörkun skóla til bættra samskipta.

Skákæfingar

Ritstjórn Fréttir

Skáknefnd UMSB vill minna á skákæfingar sem verða á föstudögum í vetur í Grunnskólanum í Borgarnesi. Æfingarnar verða með svipuðu sniði og síðast liðinn vetur og ætlar Helgi Ólafsson stórmeistari að halda áfram að þjálfa áhugasama skákmenn. Æfingarnar verða frá 14.30 – 16.00, í stofu 28. Fyrsta æfingin verður á föstudaginn kemur, 26. ágúst. Vonumst til að sjá sem flesta, Skáknefnd UMSB

Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Skólinn var settur kl. 13 í dag í Íþróttamiðstöðinni að viðstöddu fjölmenni. Að athöfn þar lokinni hittu nemendur umsjónarkennara sína í skólanum og fengu stundaskrá sem gildir frá og með morgundeginum. Hér er hægt að nálgast setningarræðu skólastjóra. Ath. að skráin er á word formi.

Breyttur innkaupalist

Ritstjórn Fréttir

Lista nemenda í 5. – 7. bekk yfir nauðsynjar fyrir skólabyrjun hefur lítilega verið breytt. Hægt er að nálgast listann hér. Breyttur listi fyrir nemendur í 5. – 7. bekk