Skrifstofan lokuð

Ritstjórn Fréttir

Vegna námskeiðs starfsfólks dagana 16. og 17. ágúst verður skrifstofan lokuð þessa daga. Opnar hún aftur fimmtudaginn 18. ágúst kl. 8. Bent er á farsímanúmer skólastjóra (898-4569) eða netfang, kristgis@grunnborg.is ef erindi þolir litla sem enga bið.

Nauðsynjar fyrir nemendur

Ritstjórn Fréttir

Hægt er að nálgast innkaupalista fyrir komandi skólaár hér: Nauðsynjar fyrir nemendur í 1. – 4. bekk Nauðsynjar fyrir nemendur í 8. – 10. bekk

Starfsmenn athugið

Ritstjórn Fréttir

Fyrsti fundur starfsársins verður haldinn í stofu 21 mánudaginn 15. ágúst n.k. og hefst hann kl. 8 og lýkur kl. 8:30. Þá tekur við kynning/námskeið á vegum Mentors ehf um skráningarkerfið Mentor sem koma mun í stað gömlu „góðu“ stundvísi.

Skipulagsbreytingar

Ritstjórn Fréttir

Töluverðar breytingar verða á starfsliði skólans og yfirstjórn frá og með komandi skólaári. Núna verður skólanum skipt upp í tvær deildir, eldri og yngri deild og verður deildarstjóri yfir hvorri deild. Nýráðnir deildarstjórar eru þær Ragnhildur Kristín Einarsdóttir sem verður yfir eldri deild (7. – 10. bekkur) og Sóley Sigurþórsdóttir yfir yngri deild (1.-6. bekkur). Á móti leggjast af stöður deildarstjóra sérkennslu og 30% staða námsráðgjafa.

Skólasetning og upphaf kennslu

Ritstjórn Fréttir

Skólinn verður settur miðvikudaginn 24. ágúst kl. 13 í íþróttamiðstöðinni líkt og undanfarin ár. Að lokinni styttri athöfn þar fara nemendur upp í skóla og hitta þar umsjónarkennara sína stutta stund. Kennsla hefst síðan skv. stundaskrá fimmtudaginn 25. ágúst.

Lokun skrifstofu

Ritstjórn Fréttir

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa skólans lokuð frá 30. júní til 8. ágúst.

Góð gjöf

Ritstjórn Fréttir

Skömmu fyrir skólalok í vor barst skólanum góð gjöf. Voru þar á ferðinni fulltrúar forráðamanna nemenda sem útskrifuðust úr skólanum vorið 2004.

Vefur um Egil Skallagrímsson

Ritstjórn Fréttir

7. bekkur hefur í vetur unnið að verkefnum tengdum Egilssögu. M.a. hafa nemendur sett upp vef um verkefnið og er slóðin á hann www.vefir.grunnborg.is/paf/egilsvefur

Skólaslit hjá 1. – 9. bekk

Ritstjórn Fréttir

Skólaslit hjá nemendum í 1. – 9. bekkjar verða föstudaginn 3. júní frá kl. 10:00 – 12:00. Búið er að skipta nemendum í hópa og eiga nemendur að vita í hvaða hópum þeir eru, ef eitthvað er óljóst í þeim efnum eru viðkomandi beðnir um að snúa sér til síns umsjónarkennara. Skólabílar úr dreifbýli munu fara tveimur tímum seinna en vant er og skólabíll innanbæjar fer kl 9:40 og 9:50

Kiwanismenn koma færandi hendi

Ritstjórn Fréttir

Það hljóp heldur betur á snærið hjá nemendum í 1. bekk þegar fulltrúar frá Kiwanishreyfingunni komu í heimsókn og færðu þeim reiðhjólahjálma að gjöf. Með í för var lögreglumaður í fullum skrúða sem fræddi nemendur um mikilvægi þess að gæta varúðar í umferðinni og að nota reiðhjólahjálm. Enn fremur kom skólahjúkrunarfræðingur og sýndi nemendum hvernig stilla á hjálminn og spenna hann rétt á sig. Nemendur voru afar áhugasamir og höfðu