Skólaball á Hlöðum

Ritstjórn Fréttir

Núna á miðvikudag, 13. apríl, verður haldinn dansleikur fyrir nemendur 8. – 10. bekkja samstarfsskólanna að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Hljómsveitin Von spilar fyrir dansi frá kl. 20. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 19:15.

Eyðublöð

Ritstjórn Fréttir

Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur hjá skólaskrifstofu Reykjanesbæjar hélt miðvikudaginn 30. mars á vegum Fjölskyldusviðs Borgarbyggðar og Rauðakross Íslands, Borgarfjarðardeild fyrirlestur um erfiðleikana í uppeldi barna og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni. Skildi hann tvö eyðublöð eftir handa foreldrum. Hægt er að nálgast þau hér Eyðublað I Eyðublað II

Páskafrí

Ritstjórn Fréttir

Að lokinni kennslu í dag hefst páskafríið eins og fram kemnur á skóladagatali. Kennsla hefst að nýju skv. stundaskrá miðvikudaginn 30. mars. Skólinn óskar öllum þeim nemendum og fjölskyldum þeirra sem fermast nú um páskana til hamingju með áfangann og bjartrar framtíðar.

Kennaranemar í vettvangsnámi

Ritstjórn Fréttir

Í dag luku þær Áslaug og Iðunn Pála kennaranemar við KHÍ vettvangsnámi sínu við Grunnskólann í Borgarnesi. Þær eru búnar að vera alls í fjórar vikur við skólann, undir leiðsögn Sæbjargar umsjónarkennara í 3. bekk A. Síðustu tvær vikur sáu þær um undirbúning og skipulag á kennslu í þeim bekk. Þær unnu ásamt nemendum stórt samþætt þemaverkefni um fjöruna. Verkefnið hófst á ævintýralegri vettvangsferð á Akrafjörur þar sem gögnum var

Sunddagur á yngri barna stigi.

Ritstjórn Fréttir

Í dag var haldinn svokallaður sunddagur á yngri barna stigi. Allir nemendur á stiginu mættu í sundlaugina og syntu 25 metra sprett. Þegar nemendur voru ekki að synda sátu þeir á áhorfendapöllum og hvöttu skólasystkini sín. Markmiðið var ekki keppni heldur skemmtun og nemendur skemmtu sér hið besta. Mesta lukku vakti sundkennarinn sem mætti í nýjustu sundfatatískunni. Hér má sjá myndir frá sunddeginum.

Upplestrarkeppni í Grunnskólanum í Borgarnesi

Ritstjórn Fréttir

Sigurvegararnir, þær Bergrún Sandra Húnfjörð, Guðrún Ingadóttir og Þórdís Sif Arnarsdóttir við verðlaunaafhendingunaNemendur í 7. bekk Grunnskólans í Borgarnesi tóku í gær þátt í undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Laugargerðisskóla 7. apríl næstkomandi. Forkeppnin var haldin í húsi Tónlistarskóla Borgarfjarðar og áhorfendur fylltu húsið. Augljóst var að nemendur höfðu æft sig vel fyrir keppnina því framkoma þeirra og flutningur var til fyrirmyndar. Á meðan dómarar réðu ráðum

Þrautakóngar Grunnskólans í Borgarnesi

Ritstjórn Fréttir

Fyrstu Þrautakóngarnir: Jóhann, Lilja, Haraldur, Magnús, Björgvin og Árni.Nú er hægt að vinna sér inn titilinn þrautakóngur Grunnskólans í Borgarnesi með því að leysa þrautir sem hanga á bókasafni skólans. Í fyrstu þrautinni var spurt hvar Beinahóll væri og hvers vegna hann héti því nafni. Þessi þraut hafði ekki hangið lengi uppi þegar lausn á henni barst. Það voru þau Jóhann, Lilja, Haraldur, Magnús, Björvgvin og Árni í 6. bekk

Bugsy Malone

Ritstjórn Fréttir

Nemendafélag skólans frumsýndi í gær leikritið „Bugsy Malone“ í leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar. Tókst vel til hjá þeim að venju og skemmtu áhorfendur sér hið besta. Allar nánari upplýsingar m.a. um næstu sýningar er að finna á heimasíðu Óðals www.borgarbyggd.is/odal . Hér má sjá mynd af þátttakendum. Skólinn hvetur alla til að sjá verkið og hvetja með því unglingana til frekari átaka.

Þemaverkefni á yngri barna stigi

Ritstjórn Fréttir

Undanfarna daga hafa nemendur á yngri barna stigi unnið að þemaverkefni um virðingu og sjálfsaga. Hefðbundið árgangaskipulag var brotið upp og nemendur völdu sig í hópa eftir áhugasviði. Þeir höfðu um fjóra kosti að velja; dans og hreyfingu, leiklist, myndlist eða tónlist. Nemendur voru mjög áhugasamir og skiluðu einkar skemmtilegum verkefnum. Þemaverkefninu lauk svo með því að hóparnir sýndu hverjir öðrum vinnu sýna á stórri sýningu. Myndir af nemendum við