Gestir og gaman

Ritstjórn Fréttir

Erlendu gestirnir sem nú taka þátt í Erasmus verkefni ásamt 6. og 7. bekk fengu að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum í blíðunni í dag. Krökkunum var skipt í 6 hópa sem unnu saman að margvíslegum verkefnum og markmiðum. Fjallað var um víkinga og farið í víkingaleiki utandyra. Í skólaeldhúsinu bökuðu hóparnir pönnukökur, lærðu að tálga hjá Guðrúnu í smíðastofunni …

Erlendir gestir

Ritstjórn Fréttir

Þessa dagana eru hjá okkur 28 nemendur og 10 kennarar frá Ítalíu, Spáni og Tékklandi. Hér er um að ræða skóla sem taka þátt í Erasmus verkefninu Enjoyable maths ásamt 6. og 7. bekk Grunnskólans í Borgarnesi. Erlendu gestirnir dvelja á heimilum nemenda.

Barnamenningarhátíð

Ritstjórn Fréttir

Snorrastofa í Reykholti stóð fyrir mikilli barnamenningarhátíð miðvikudaginn 8. maí 2019 í samstarfi við menningarfulltrúa Vesturlands og Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Stofnað hefur verið til samstarfs við grunnskóla í héraðinu um hátíðina sem haldin er þriðja hvert ár. Þeir eru Auðarskóli í Búðardal, Grunnskóli Borgarfjarðar, Grunnskólinn í Borgarnesi, Reykhólaskóli og Laugargerðisskóli. Markmið hátíðarinnar felst í því að börnum, sem eru að læra …

10.3 kíló gengu út

Ritstjórn Fréttir

Í vetur hefur safnast saman mikið af óskilamunum í skólanum. Er þar einkum um að ræða fatnað, skó, handklæði og þess háttar. Nýlega var haldinn svokallaður óskilamunadagur í skólanum til þess að freista þess að koma hlutunum til réttra eigenda. Í upphafi dags vógu óskilamunirnir 27.2 kg en í lok dags reyndust þeir vega 16.9 kg. Þannig að 10,3 kíló …

Víðförlar dúkkulísur í samfélagsfræði

Ritstjórn Fréttir

Þriðji bekkur hefur að undanförnu lært um trúarbrögð, mismunandi siði og venjur í heiminum og um landakort.  Nemendur bjuggu til sjálfsmyndir úr dúkkulísum og sendu út í heim.  Foreldrar hjálpuðu til við að finna heimilisföng hjá vinum og kunningjum erlendis, nemendur skrifuðu bréf og báðu fyrir dúkkulísurnar í tvo daga og um að það yrði skrifuð dagbók á meðan á …

Nemendur í fyrsta bekk fá bókagjöf

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í fyrsta bekk eiga fastan tíma á skólasafninu á mánudagsmorgnum. Í dag beið þeirra óvæntur glaðningur eða bókagjöf frá IBBY á Íslandi. Hver nemandi fékk þá afhent eintak af bókinni Nesti og nýir skór. Um er að ræða úrval texta úr íslenskum barnabókum, þjóðsögur og ævintýri, vísur, kvæði og þulur; allt perlur úr íslenskum barnamenningararfi. Bókin er afar falleg …

Umhverfisdagar

Ritstjórn Fréttir

Dagana 8. – 10. maí mun skólastarfið snúast um umhverfið að miklu leyti. Meðal viðfangsefna verða útivist og útikennsla, fræðsla og tenging við Grænfánaverkefnið sem snýr að úrgangi þetta sinn. Þann 10. maí munu nemendur taka til hendinni og hreinsa nánasta umhverfi skólans eins og þeir hafa reyndar gert undanfarin ár. Sama dag koma fulltrúar frá Landvernd í skólann og …

Góður árangur GB í stærðfræðikeppninni

Ritstjórn Fréttir

Nýlega voru veitt verðlaun og viðurkenningar þeim nemendum sem bestum árangri náðu í Stærðfræðikeppni grunnskólanna en keppnin fór fram 29. mars síðastliðinn. Keppnin í ár var óvenju jöfn og erfitt að skera úr um sæti. Efstu þrjú sætin í hverjum árgangi hlutu peningaverðlaun en efstu 10 sætin hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir frammistöðu. Styrktaraðilar keppninnar eru Landsbanki Íslands, Skaginn 3X, Elkem …

Nemendur styrkja ABC barnahjálp

Ritstjórn Fréttir

Skólinn hefur í mörg ár tekið þátt í að styrkja ABC barnahjálp. Nemendur í 5. bekk skólans ganga í hús síðla vetrar og óska eftir stuðningi. 5. bekkur í ár er engin undantekning og safnaðist vel. Nemendur fóru með afraksturinn í banka og lögðu inn og voru myndirnar teknar við það tækifæri.Við erum stolt af okkar fólki. ABC barnahjálp er …

Góður skóladagur

Ritstjórn Fréttir

Skóladagurinn í Borgarbyggð tókst með miklum ágætum. Ýmislegt var í boði af hálfu grunnskólans; m.a. má nefna: Sæbjörg Kristmannsdóttir fjallaði um Uppeldi til ábyrgðar og henni til fulltingis voru nokkrir nemendur. Sagt var frá helstu verkfærum uppbyggingarstefnunnar. Elín Matthildur Kristinsdóttir sagði frá Búbblunni og leiddi gesti í sannleikann um hugmyndafræðina að baki þessa úrræðis til eflingar sjálfsmyndar og betri líðanar. …