Dagur íslenskrar tungu

Ritstjórn Fréttir

Um árabil hafa nemendur 4. bekkjar farið í heimsókn á leikskólana í Borgarnesi og lesið fyrir börnin þar í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Þar sem hátíðina ber upp á laugardag að þessu sinni var lesið í dag. Nemendur fóru í tveimur hópum á leikskólana Ugluklett og Klettaborg. Þeir höfðu undirbúið sig vel og æft lesturinn í skólanum. Að sögn …

Barátta gegn einelti

Ritstjórn Fréttir

8. nóvember er árlega helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er græni liturinn einkennislitur dagsins. Þá eru landsmenn hvattir til að standa saman gegn einelti, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og beina sjónum að jákvæðum samskiptum, skólabrag og starfsanda. Í …

Góðar niðurstöður í Skólapúlsinum

Ritstjórn Fréttir

Niðurstöður úr fyrstu nemendakönnun Skólapúlsins á þessu skólaári hafa nú verið birtar. Nemendakönnunin snýr að þremur þáttum; virkni nemenda í skólanum, líðan og heilsu og skóla- og bekkjaranda. Í virkni nemenda í skólanum eru kannaðir liðir á borð við ánægju af ýmsum námsgreinum, þrautseigju í námi og trú á eigin getu. Skemmst er frá því að segja að dregið hefur …

Snæbjörn tekur völdin í eldhúsinu

Ritstjórn Fréttir

Nú hefur nýtt eldhús skólans loks verið tekið í notkun og í dag reiddi Snæbjörn Óttarsson matreiðslumeistari fram fyrstu máltíðina sem þar er elduð. Mikil leynd hvíldi yfir rétti dagsins en fögnuðurinn leyndi sér ekki þegar hann reyndist vera pítsa og franskar. Snæbirni til aðstoðar við skólamáltíðirnar eru Inga Birna Tryggvadóttir og Silja Jónasdóttir. Matseðil mánaðarins má finna á heimasíðu …

Vetrarfrí

Ritstjórn Fréttir

Vetrarfrí verður í skólanum mánudaginn 28. október og þriðjudaginn 29. Starfsdagur verður svo þann 30. Kennsla hefst að nýju fimmtudaginn 31. október.

Töfrabrögð í nýja salnum

Ritstjórn Fréttir

Í dag bauð töframaðurinn Einar Mikael nemendum á yngsta- og miðstigi skólans á sýningu. Þar sýndi hann listir sínar og  endaði á því að kenna öllum viðstöddum spilagaldur þar sem spil svífur. Með því tóku nemendur þátt í að setja Íslandsmet sem felst í því að fá sem flesta til að framkvæma eitt töfrabragð á sama tíma. Nú hafa 1800 …

285 hlupu 750 km í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Ritstjórn Fréttir

Norræna skólahlaupið hefur farið fram í grunnskólum landsins óslitið frá árinu 1984 og lengstan hluta þess tíma verið í umsjón ÍSÍ. Á síðustu árum hefur Ísland verið eina þátttökuþjóðin á Norðurlöndunum og nafn hlaupsins því ekki endurspeglað verkefnið. ÍSÍ ákvað þess vegna að breyta nafni hlaupsins sem kallast nú Ólympíuhlaup ÍSÍ. Hér í grunnskólanum var hlaupið þann 30. september.  Um …

Draumalandið

Ritstjórn Fréttir

Vegna tafa á afhendingu nýs skólahúsnæðis þurfti að hýsa unglingadeild grunnskólans í menntaskólanum fyrstu vikur skólaársins. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Nýjar aðstæður kölluðu á nýjar kennsluaðferðir og var árgöngunum þremur meira og minna kennt saman. Námsgreinar voru samþættar í stóru verkefni sem hlaut nafnið Draumalandið. Nemendur unnu í litlum hópum og gerðu …

10. bekkur bar sigur úr býtum

Ritstjórn Fréttir

Ofurbekkjaleikar fyrir unglingastig voru haldnir fyrir skömmu og kepptu 8., 9. og 10. bekkur í hinum ýmsu þrautum. Eftir hörkuspennandi keppni var það 10. bekkur sem bar sigur úr býtum og er því ofurbekkurinn 2019. Hlýtur hann glæsilegan farandbikar til varðveislu.

Starfsdagur

Ritstjórn Fréttir

Starfsdagur kennara og annars starfsfólks verður föstudaginn 13. september. Kennsla fellur því niður þann dag.