Englar alheimsins

Fáar sögur hafa hitt íslensku þjóðina jafnrækilega í hjartastað og saga Páls, allt frá draumi mömmu hans nóttina áður en hann fæddist þann 30. mars 1949 og þar til yfir lýkur um það bil sem Berlínarmúrinn féll.

Englar alheimsins hefur notið fádæma vinsælda ungra jafnt sem eldri lesenda og verið þýdd á fjölmörg tungumál. Einar Már Guðmundsson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1995 fyrir Engla alheimsins.

Kennsluleiðbeiningar má finna á kennarasvæði Forlagsins. Aðgangur að því er bundinn við lykilorð sem má nálgast með því að senda póst á netfangið forlagid@forlagid.is.