1. bekkur fékk öryggishjálma

Ritstjórn Fréttir

Meðlimir Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akranesi komu færandi hendi í skólann fyrir skömmu með öryggishjálma fyrir nemendur 1. bekkjar. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir fór yfir öryggisatriði og notkun hjálmanna með nemendum. Við kunnum Kiwanisklúbbnum bestu þakkir fyrir þessa góðu og nytsamlegu gjöf.