Í vetur hefur safnast saman mikið af óskilamunum í skólanum. Er þar einkum um að ræða fatnað, skó, handklæði og þess háttar. Nýlega var haldinn svokallaður óskilamunadagur í skólanum til þess að freista þess að koma hlutunum til réttra eigenda. Í upphafi dags vógu óskilamunirnir 27.2 kg en í lok dags reyndust þeir vega 16.9 kg. Þannig að 10,3 kíló af fatnaði fór til síns heima. Óskilamunum, frá því fyrir áramót, sem ekki gengu út var komið á skiptimarkað UMSB og þeir hlutir sem ekki hafa verið sóttir fyrir skólalok verða sendir í Rauða krossinn. Forráðamenn nemenda eru hvattir til að líta við í skólanum sakni þeir einhvers. Hér er enn mikið af góðum og vönduðum fatnaði.