10. bekkur bar sigur úr býtum

Ritstjórn Fréttir

Ofurbekkjaleikar fyrir unglingastig voru haldnir fyrir skömmu og kepptu 8., 9. og 10. bekkur í hinum ýmsu þrautum. Eftir hörkuspennandi keppni var það 10. bekkur sem bar sigur úr býtum og er því ofurbekkurinn 2019. Hlýtur hann glæsilegan farandbikar til varðveislu.