10. bekkur fer á sýninguna Verk og vit 2018

Ritstjórn Fréttir

Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, í samvinnu við Verk og vit, býður, föstudaginn 9. mars, nemendum í 10. bekk á stórsýninguna Verk og vit 2018 í Laugardalshöll. Með þessu vill Tækniskólinn kynna nemendum þau tækifæri sem skólinn hefur upp á að bjóða og um leið atvinnumöguleika iðnaðarins.
Sýningin er nú haldin í fjórða sinn. Þar kynna um 120 sýnendur, fyrirtæki og stofnanir vörur sínar og þjónustu. Sem dæmi um sýnendur má nefna húsaframleiðendur, verkfræðistofur, menntastofnanir, innflytjendur, fjármálafyrirtæki, tækjaleigur, bílaumboð, steypustöðvar, hugbúnaðarfyrirtæki og starfsmannaleigur.
Lagt verður af stað frá skólanum um hálftólfleytið og komið aftur síðdegis. Fararstjórar eru list- og verkgreinakennararnir Eva Lára Vilhjálmsdóttir og Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir.