Ofurbekkjaleikirnir fóru fram á íþróttavellinum fyrir skömmu. Bekkirnir í unglingadeild kepptu í ýmsum þrautum. Til þess að ná árangri þurftu nemendur að hafa samvinnu að leiðarljósi. Meðal þrautanna var reiptog, að raða glösum upp í píramída, fylla könnu af vatni, skjóta í húllahringi og loks var farið í þrautaboðhlaup. 10. bekkur fór með sigur af hólmi eftir harða og drengilega keppni og fær ofurleikabikarinn til varðveislu þetta skólaárið.