100 daga hátíð

Ritstjórn Fréttir

Um árabil hafa nemendur á yngsta stigi haldið svokallaða 100 daga hátíð þegar um það bil 100 dagar eru liðnir af skólaárinu.  Í aðdraganda hennar hafa nemendur unnið fjölbreytt verkefni sem tengjast tugakerfinu og tölunni 100.  Afrakstur vinnunnar má sjá á veggjum skólans. Að þessu sinni var hátíðin haldin föstudaginn 28. janúar. Í lok dags gerðu börnin sér  glaðan dag og fengu að velja sér 100 stykki af ýmiss konar snakki. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum féll það heldur betur í góðan jarðveg.