100 daga hátíð

Ritstjórn Fréttir

Nemendur og kennarar 1. – 3. bekkjar héldu 100 daga hátíð þann 11. febrúar. Hátíðin, sem er árlegur viðburður, er haldin þegar börnin hafa verið 100 daga í skólanum á skólaárinu. Margt skemmtilegt var gert til tilbreytingar en áhersla lögð á tugakerfið og töluna 100. Settar voru upp  mismunandi stöðvar; börnin gerðu 10 mismunandi hreyfiæfingar tíu sinnum, leystu stærðfræðiþrautir, teiknuðu og unnu með tugakerfið á marga vegu og fleira.  Að lokum fengu allir að telja sér í poka 100 stykki af spennandi góðgæti, s.s. poppi, snakki, saltstöngum, rúsínum o.s.frv.

Á myndunum má sjá nemendur 1. bekkjar með 100 daga gleraugun sem þeir bjuggu til og nemendur 2. bekkjar gera æfingar.