Upplestrarkeppnin

Ritstjórn Fréttir

Úrslitahátíð Stóru Upplestrarkeppninnar á Vesturlandi var haldin í Laugagerðisskóla í gær. Þar var tekið á móti keppendum og gestum af miklum myndarskap. Í upphafi hátíðarinnar fluttu nemendur Laugagerðisskóla atriði frá nýafstaðinni árshátíð, þar sem söngleikurinn ,,Vælukjói“ var settur á svið og á meðan dómarar réðu ráðum sínum var gestum boðnar veitingar.
Keppendur voru tólf, frá samstarfsskólunum á Vesturlandi. Að þessu sinni tóku þrír nemendur þátt í keppninni fyrir hönd Grunnskólans í Borgarnesi. Það voru þau Hrund Hilmisdóttir, Sandri Shabansson og Ester Alda Hrafnhildardóttir. Það skemmst frá því að segja að Hrund Hilmisdóttir hreppti fyrsta sætið, í öðru sæti varð Brynjar Björnsson frá Grunnskóla Borgarfjarðar og í þriðja sæti Ragnar Jónasson frá Laugagerðisskóla. Eru þeim sendar hamingjuóskir með árangurinn. Myndir frá keppninni koma til með að birtast hérna fljótlega.