Góður árangur í skólahreysti

Ritstjórn Fréttir

Það var ánægður hópur keppenda og áhorfenda sem hélt heim á leið úr Smáranum í Kópavogi í gær, þann 18. mars. Keppt var í riðli Vestlendinga og Vestfirðinga í Smáranum í Kópavogi.Þriðja sætið í Vesturlandskeppni Skólahreystinnar kom í hlut Grunnskólans í Borgarnesi.
Frá því í haust hafa æfingar staðið yfir í Skólahreysti. Þrettán nemendur skráðu sig í Skólahreystival og í skólakeppni í janúar voru fjórir einstaklingar valdir til að taka þátt í Vesturlandskeppninni fyrir hönd skólans. Það voru þau Hera Hlín Svansdóttir, Díana Brá Bragadóttir, Hjalti Þorleifsson og Alexander Gabríel Guðfinnsson sem hafa síðan unnið hörðum höndum undir stjórn Önnu Dóru Ágústsdóttur, kennara og þjálfara sem hefur, með ótrúlegri elju og áhuga þjálfað keppendur.
Keppendum og okkur öllum er óskað hjartanlega til hamingju með árangurinn .
Í fyrsta sæti Vesturlandskeppninnar varð Varmalandsskóli, annað árið í röð og í öðru sæti varð Brekkubæjarskóli.
Nánar er hægt að lesa um keppnina og skoða mydir á http://www.skolahreysti.is/