Uppbygging sjálfsaga – námskeið f. foreldra

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 25. mars kl. 18:00- 21:00 Grunnskólanum í Borgarnesi.
Undanfarin ár hefur Grunnskólinn í Borgarnesi verið að innleiða hugmyndafræði sem nefnd hefur verið Uppbygging og er leið til að ýta undir jákvæð samskipti og sjálfstjórn.
Uppbygging:
· Miðar að því að kenna börnum og unglingum sjálfstjórn og sjálfsaga og læra af mistökum í samskiptum.
· Byggir á að ná samstöðu um lífsgildi til að hafa að leiðarljósi og fylgja þeim síðan eftir með fáum skýrum reglum.
· Ýtir undir hæfni til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum.
· Gefur innri styrk og aukið sjálfstraust.
· Eflir börnin í sjálfstæðri hugsun og að þroska með sér jákvætt gildismat
Um námskeiðið sjá þær Birna Hlín Guðjónsdóttir og Eva Símonardóttir, kennarar við skólann. Boðið verður upp á hressingu.
Skráningar hjá ritara í síma 437 1229 en einnig má senda tölvupóst á kristine@grunnborg.is
Námskeiðið er foreldrum að kostnaðarlausu.