Námsráðgjafi við grunnskóla Borgarbyggðar

Ritstjórn Fréttir

Borgarbyggð hefur gert samning við námsráðgjafa fyrir grunnskóla Borgarbyggðar. Elín Kristjánsdóttir námsráðgjafi hefur tekið að sér að veita námsráðgjöf í grunnskólunum og mun hún hefja störf strax í þessari viku.
Á þessu skólaári verður lögð áhersla á námsráðgjöf til nemenda 10. bekkja og mun Elín fyrst og fremst veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi innritun í framhaldsskóla. Forinnritun í framhaldsskólana stendur yfir dagana 12.- 16. apríl næstkomandi og endurskoðun á vali skóla fer fram dagana 7.-11. júní nk.
Elín verður til viðtals í Grunnskólanum í Borgarnesi föstudaginn 26. mars og ef þörf krefur verður hún einnig til staðar þriðjudaginn 30. mars. Tímapantanir fara fram hjá ritara grunnskólans, Sigríði Helgu, í síma 437-1229.
Boðið verður upp á viðtalstíma aftur eftir miðjan maí.
Nemendur og foreldrar eru eindregið hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.