Danssýning

Ritstjórn Fréttir

Að undanförnu hafa nemendur 4. til 6. bekkja, ásamt nemendum í eldri deild (valáfangi), sótt dansnámskeið hjá Evu Karenu. Í dag var svo haldin danssýning í íþróttahúsinu þar sem forráðamönnum, nemendum, kennurum og öðrum gestum var boðið upp á þessa fínu sýningu.
Þess má geta að allnokkrir nemendur úr þessum hópi munu keppa á Íslandsmóti í dansi sem fram fer um helgina og verður spennandi að fylgjast með hvernig þeim kemur til með að ganga.