3. bekkur í fjöruferð

Ritstjórn Fréttir

Gengið var út í Litlu Brákarey undir leiðsögn Finns Torfa Hjörleifssonar og Hilmars Arasonar.
Krakkarnir fengu að fylgjast með æðarvarpinu. Þeir sáu æðarfugla, hreiður þeirra og egg. Kollurnar lágu á hreiðrunum en blikarnir syntu eða vöppuðu í kring. Fleiri fuglategundir sáust eins og Kría og Tjaldur.
Síðan lá leiðin í Englendingavík. Þar var drullumallað og lífríkið í fjörunni skoðað. Tekin voru sýni með í skólann til nánari rannsóknar.
Kveðja Arna og Fríða