Danska á leiksvæðinu

Ritstjórn Fréttir

Þann 17. maí fóru nemendur í 10. bekk út í dönskutíma til þess að kríta á skólalóð yngri krakkana. Markmiðið er að kveikja áhuga yngri nemenda á dönsku auk þess að bregða út af vananum og komast út í góða veðrið. Teiknaðar voru skrautlegar myndir sem voru svo útskýrðar á dönsku.