Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi

Ritstjórn Fréttir

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður haldinn kl. 20:30 mánudaginn 31. maí 2010. Fundurinn verður haldinn í náttúrufræðistofunni í Grunnskólanum
Dagskrá:

  • Skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu ári
  • Kosning tveggja varamanna í stjórn félagsins
  • Tillaga að nýjum lögum fyrir félagið
  • Kosning tveggja fulltrúa í skólaráð
  • Önnur mál

Stjórnin leitar eftir framboðum í skólaráð og tveggja varamanna í stjórn foreldrafélagsins.
Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
Tillaga að nýjum lögum félagsins má sjá hér.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í skólaráð eða sem varmenn í stjórn foreldrafélagsins hafið samband við Stefán í síma 695-9930 eða stebbi@mi.is
Með kveðju
Stjórn foreldrafélags