Skákæfingar að hefjast

Ritstjórn Fréttir

Skákskóli Íslands í samstarfi við UMSB og Grunnskólann í Borgarnesi eru að fara af stað með skákkennslu á þriðjudögum kl. 14:00 – 15:30 í skólanum.
Æfingar hefjast þriðjudaginn 14. október 2003
Helgi Ólafsson stórmeistari mun koma annan hvern þriðjudag og leiðbeina.
Námskeiðið er fyrir alla á grunnskólaaldri.
Gjald fyrir skákkennsluna er 1.200 kr. til áramóta. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til UMSB síma 437 1411 eða hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttir í síma 894 056