Hlutverkaleikur

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn 25.maí fór 5.bekkur ásamt kennurum sínum þeim Elísu, Möggu, Helgu Þorsteins og Kristjáni skólastjóra í Skallagrímsgarð. Þar hófst mikill hlutverkaleikur, þar sem nemendur og kennarar settu sig í spor víkinga – landnámsmanna og landvætta. Þar komu fram Risinn Ráðandi, VilfríðurVölva, Assa Arnar hin flugfæra og Arnhildur arnarverndari, höfðingi og kona Járngríms járnsmiðs. Nemendur lifðu sig mjög inn í hlutverkin og leystu þrautir af miklum móð. Allir skemmtu sér konunglega í frábæru veðri.