Skólaslit

Ritstjórn Fréttir

Skólaslit eru í dag, fimmtudag og hefjast kl. 10. Þá er safnast saman við skólann og gengið fylktu liði í Skallagrímsgarð. Þar fer fram afhending Grænfánans í þriðja sinn og síðan er farið í leiki og grill. Þessari dagskrá lýkur á því að allir safnast saman á fótboltavellinum og þar eru afhentir vitnisburðir. Skólaakstur er úr Bjargslandi kl. 9:40 og aftur til baka að skólaslitum loknum.