Afhending „Grænfánans“

Ritstjórn Fréttir

„Mörg lítil verk
sem margt lítið fólk vinnur
á mörgum litlum stöðum,
geta breytt heiminum“
(Kínverskt máltæki)
Skólaslit Grunnskólans í Borgarnesi voru fimmtudaginn 3. júní. Nemendur og starfsfólk skólans fóru í skrúðgöngu frá skólanum í Skallagrímsgarð þar sem afhending Grænfánans fór fram. Þetta er í þriðja sinn sem skólinn öðlast rétt til að flagga Grænfánanum og af því tilefni var ákveðið að allir mættu í einhverju grænu auk þess sem flestir höfðu búið til barmmerki þar sem minnt var á áherslur skólans í umhverfismálum. Óhætt er að segja að hugmyndaflugið hafi ráðið ríkjum á slagorðunum sem nemendur skrifuðu á barmmerkin sín eða gáfu þeim íbúum sem samfögnuðu okkur en sameiginlegt markmið okkar allra er að eiga fagran bæ við hreinan sæ.
Sumarkveðja,
Umhverfisnefnd.