Þemadagar 20. – 24. október

Ritstjórn Fréttir

Í þessari viku eru þemadagar í Grunnskólanum sem bera yfirskirftina Heilbrigði og hollusta. Allir bekkir skólans frá 2. – 10. bekk taka þátt í þessum dögum með margvíslegum hætti. Lögð er áhersla á þrjá meginþætti; hollan mat, svefn og hreyfingu.
Hér er hægt að sjá myndir af unglingum sem voru í ýmsum íþróttum (hreyfingu) í dag
Nemendur vinna að ýmsum viðfangsefnum sem tengjast þessum þremur þáttum. Nánar frá hverju stigi síðar.