Landssamtökin Heimili og skóli, Háskóli Íslands, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og nokkrar aðrar skólaskrifstofur á suðvesturhorni landsins hafa haft samstarf um gerð og framboð verkefna fyrir bráðger börn í grunnskólum undanfarin þrjú ár. Verkefnið, sem er ætlað börum fæddum árin 1989, 1990, 1991, 1992 og þykja skara fram úr í námi, er tilraun þar sem reynt er að búa þeim sem ákjósanlegust viðfangsefni og aðstæður til náms í samstarfi við færustu sérfræðinga. Nemendur í Grunnskólanum Borgarnesi áttu þess kost í haust að taka þátt í fyrsta sinn og voru þeir valdir af umsjónarkennurum. Alls bauðst 15 nemendum þátttaka og tóku þeir allir tilboðinu. Í boði er fjölbreytt úrval verkefna frá flestum deildum Háskóla Íslands og eru þau utan hefðbundins skólatíma.
Guðrún Vala Elísdóttir