Heilbrigði og hollusta

Ritstjórn Fréttir

Þessa viku eru þemadagar í Grunnskólanum í Borgarnesi sem tengjast hollum og heilbrigðum lífsháttum. Markmið þessara daga er að fræða nemendur um mikilvægi heilbrigða og hollra lífshátta. Nemendur skoða eigin neyslu og hreyfingu og huga að því hvort það er eitthvað í eigin fari sem þeir geta bætt. Mismunandi áherslur eru eftir stigum.
Í morgun kom Solla stirða úr Latabæ í heimsókn í 1. – 4. bekk. Hennar innlegg var notað sem kveikja að verkefnum. Búnar vour til klippimyndir af Sollu og skráðar niður málsgreinar sem hafðar voru eftir henni. Leitað var eftir samstarfi við Búnaðarbankann til að fá Sollu í heimsókn, bankastjóri tók vel í það og gerði okkur það kleift. Afrakstur þessara viku verðu síðan sýndur í Sparisjóðnum í byrjun nóvember.